fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Sigríður Dögg svarar Hjálmari – „Ef hann upplifir það þannig er það hans skoðun“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 13:28

Sigríður Dögg segir lýsingu Hjálmars á starfslokum sínum ekki rétta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir það ekki rétt að ágreiningur á milli hennar og Hjálmars hafi valdið uppsögn hans í dag. Þá hafi stjórn ekki rætt um það sérstaklega að fjármál hennar séu vandamál.

Ástæðan fyrir uppsögninni var að sögn Sigríðar trúnaðarbrestur á milli Hjálmars og stjórnarinnar. Stjórnin hafi verið einróma í sinni ákvörðun.

Málið á sér aðdraganda síðan í maí þegar til hafi staðið að gera breytingar á starfsemi skrifstofu BÍ í takti við nýjar áherslur. Vilji stjórnar hafi staðið til þess að fá annan einstakling í stöðu framkvæmdastjóra, sem Hjálmar hefur verið í síðan árið 2003.

Hins vegar stóð einnig vilji til þess að bjóða Hjálmari nýja stöðu, til að halda þekkingu hans og reynslu innan félagsins. Hjálmar verður 68 ára í vor og Sigríður segir ljóst að hann hefði hætt hjá félaginu bráðlega ef honum hefði ekki verið sagt upp. Stjórnin hafi viljað tryggja vandaða yfirfærslu verkefna. Að ráða nýjan framkvæmdastjóra en hafa Hjálmar á staðnum fyrst um sinn.

Hjálmar vildi hins vegar vera áfram framkvæmdastjóri og stjórnin komst ekkert áfram með að bjóða honum nýja stöðu.

„Við komumst ekkert áfram með að ræða það,“ segir Sigríður. „Svo komu upp mál samhliða þessu ferli sem urðu til þess að stjórn mat það sem svo að það væri í þágu félagsins og félagsmanna að hann myndi ljúka störfum, til þess að tryggja viðunandi starfsskilyrði á skrifstofu félagsins.“

Sigríður segir að Hjálmar hafi vitað af þessum breytingum hjá félaginu síðan í maí.

Hjálmari var sagt upp störfum í dag.

„Hann hefur vitað að þetta standi til. En svo er þessi uppsögn í dag viðbrögð og ákvörðun í framhaldi af trúnaðarbresti sem stjórn mat sem svo að væri eina leiðin til að leysa málið,“ segir hún.

Í viðtali við Morgunblaðið sagði Hjálmar að hann teldi að Sigríður væri ekki starfi sínu vaxin. Einnig að hann teldi að fólk sem hefði ekki hreinan skjöld í fjármálum og gæfi ekki skýringar á þeim efnum ætti ekki að vera í forsvari félags eins og BÍ sem standi fyrir gildi opinnar og lýðræðislegar umræðu. Er hann þá að vísa til umræðu um meint skattaundanskot Sigríðar í tengslum við Airbnb íbúðir.

„Ef hann upplifir það þannig er það hans skoðun,“ segir Sigríður aðspurð um hvort ágreiningur hafi komið upp á milli hennar og Hjálmars um þessi mál.

Þá segir Sigríður að stjórnin hafi viljað enda þetta á annan hátt og sýna Hjálmari þakklæti fyrir áratuga störf fyrir félagið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“