fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Kallar eftir úttekt á aðgerðum stjórnvalda í Covid-faraldrinum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að ekki sé áhugi á heildarsýn á það sem gerðist þegar heilbrigðiskerfi þjóðarinnar var í húfi og þjóðinni var skipað að halda sig innan dyra heima hjá sér er skrýtið, svo ekki sé meira sagt.“

Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, í pistli á heimasíðu sinni, Bjorn.is.

Björn, sem sat á þingi frá 1991 til 2009 og var dómsmálaráðherra frá 2003 til 2009, segir að fátt hafi sett samfélagið meira úr skorðum en heimsfaraldurinn. Hann geri það raunar enn þó ekki sé gripið til sóttvarnaaðgerða sem líkjast þeim þegar ástandið var verst.

„Í upphafi voru sóttvarnaaðgerðir rökstuddar með því að yrði ekki eftir þeim farið kynni heilbrigðiskerfið að fara á hliðina vegna of mikils álags á sjúkrahús.“

Björn bendir á að ekki sé meira en vika síðan Landspítalinn tilkynnti á vef sínum að mikið væri um „yfirlagnir“ á spítalanum og þar af leiðandi þrengsli. Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs Landspítalans, hafi aldrei hafa séð svartara á spítalanum en nú í byrjun árs. Sjúklingar væru á öllum göngum og biðtími á bráðamóttöku gæti orðið allt að átta klukkustundir.

„Þessar lýsingar vekja gamlar minningar um boð og bönn fyrir fáeinum misserum. Vonandi verður ekki talið nauðsynlegt að grípa til þeirra aftur. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að kortleggja og gera opinbera úttekt á þeim ákvörðunum sem teknar voru á tíma faraldursins. Þjóðþing einstakra landa hafa beitt sér fyrir slíkum úttektum. Í breska þinginu voru til dæmis nýlega opnir nefndarfundir þar sem stjórnmálamenn og embættismenn voru spurðir um gang mála við töku ákvarðana til að halda faraldrinum í skefjum í Bretlandi,“ segir Björn.

Hann bætir við að í gær hafi eftirlits- og stjórnarskrárnefnd norska stórþingsins verið einhuga um að óska eftir að ríkisstjórnin lýsti fyrir þinginu öllu sem varðaði viðbrögð við faraldrinum.

„Þingmennirnir segja að mikilvægt sé að stórþingið ræði reynsluna af slíkri þjóðarkrísu. Þar hafi verið þrengt meira að réttindum fólks en nokkru sinni áður á friðartímum. Auk þess hafi orðið umræður um réttmæti ýmissa stjórnvaldsaðgerða. Þingmenn verði að átta sig á ferlinu við töku slíkra ákvarðana og rökunum sem knúðu á um að þær voru teknar.“

Björn bendir á að þessi viðhorf eigi ekki síður við hér á landi en í Noregi og það sæti undrun að þingmenn hafi ekki sameinast um að óska eftir sambærilegri úttekt hér á landi. „Einstök embætti og stofnanir kunna að líta í eigin barm og breyta verklagsreglum. Það jafngildir þó ekki úttekt af því tagi sem hér um ræðir.“

Björn rifjar upp að þegar bankahrunið olli fjárhagslegum þrengingum hafi Alþingi ákveðið að kalla eftir rannsóknarskýrslu.

„Að ekki sé áhugi á heildarsýn á það sem gerðist þegar heilbrigðiskerfi þjóðarinnar var í húfi og þjóðinni var skipað að halda sig innan dyra heima hjá sér er skrýtið, svo ekki sé meira sagt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt