Úkraínska herstjórnin skýrði frá þessu á Telegram að sögn Kyiv Post. Fram kemur að í vopnabúrinu hafi verið flugskeyti og það hafi einnig verið notað til að betrumbæta þau sem og fallbyssukúlur. Úkraínska herstjórnin telur að þar hafi einnig verið mikið af írönskum Shahed-drónum en þeir eru sagðir hafa verið fluttir þangað skömmu fyrir árásina.
Úkraínumenn telja að árásin hafi valdið miklu tjóni og hugsanlega muni rússneskar hersveitir glíma við birgðaskort vegna þess.
Rússar hafa hvorki staðfest né neitað þessu og það eina sem þeir hafa sagt er að þeir hafi skotið 67 dróna niður yfir Volgograd-héraði þessa nótt.