Lýstar kröfur í bú byggingafélagsins Blikastaða ehf námu tæpum 1,5 milljarði króna samkvæmt tilkynningu skiptastjóra búsins. Gjaldþrotameðferðin hefur tekið meira en áratug.
Eignir félagsins, sem nefnt er í höfuðið á landi Blikastaða á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og var stofnað árið 1990, voru settar á uppboð haustið 2013. En forsvarsmaður félagsins var Pálmi Ásmundsson, sem lést árið 2018.
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í ágúst árið 2014 var félagið tekið til gjaldþrota skipta og var skiptum lýst loknum í október árið 2017. Þá kom fram að aðeins 3.017.018 krónur hefðu fundist í búinu.
Með tilkynningu í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að kröfur í búið hafi numið 1.475.845.533 krónum.