fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ólga út af skattahækkunum í Árborg – „Skil ekki hvernig þeir mega þetta“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. september 2024 14:30

Árborg glímir við mikla fjárhagserfiðleika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg óánægja er á meðal íbúa Árborgar með ákvörðun sveitarstjórnar um að hækka skatta. Spyrja sumir hvort aðgerðin sé hreinlega lögleg.

DV greindi frá skattahækkuninni í vikunni. Um er að ræða svokallað álag á útsvar, sem reiknast fyrir árið 2024 en kemur til greiðslu 1. júní á næsta ári. Ef einstaklingur er til dæmis með 10 milljónir í árslaun þá þarf hann að greiða 147.400 krónur.

Uppgefin ástæða sveitarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Áfram Árborgar er fjárhagsvandi sveitarfélagsins. Aðgerðin kemur ofan á miklar uppsagnir sveitarfélagsins á síðasta ári.

Yfir hámarks útsvarsprósentunni

Hámarksútsvarsprósenta sveitarfélaga er 14,97 prósent en Árborg er nú komið upp í 16,44 prósent, eitt sveitarfélaga. Að sögn bæjarstjórnar verður hækkunin í tvö ár.

Sigurður Snævarr, fyrrverandi hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að Árborg geti gert þetta vegna ákvæða í lögum um að sveitarfélög geti hækkað útsvar um 10 prósent ef fjárhagslegir erfiðleikar steðja að. Einnig sé hægt að hækka útsvarið um 10 prósent með samkomulagi við innviðaráðherra.

Engin tímamörk séu á því hversu lengi slíkar ráðstafanir geta varið en forsendurnar séu að erfiðleikar séu til staðar. „Það er margt í sveitarstjórnarlögum sem er ekkert sérstaklega skýrt,“ segir Sigurður.

Efast um lögmætið

Mikil umræða hefur spunnist um málið í íbúasíðum á samfélagsmiðlum. Eru viðbrögðin við þessari aðgerð vægast sagt neikvæð.

„Enginn smá hækkun! Ég er vægast sagt vel pirruð á þessu! Skil ekki hvernig þeir mega þetta !?“ spyr ein kona. „Eru ekki einhverjir lögfræðingar á þessari síðu sem geta skoðað þetta, trúi ekki að þetta bara megi,“ segir önnur.

Sjá einnig:

Bæjarstjórn Árborgar hækkar skatta á íbúa vegna fjárhagsvanda – Þetta eru hækkanirnar

Velta margir fyrir sér hvort það sé löglegt að hækka útsvarið fyrir árið 2024, það er afturvirkt. Einnig hvort brottfluttir verða rukkaðir, ungmenni með litlar tekjur og hvort hægt verði að dreifa greiðslum. „Ef þetta er ákveðið, rétt og löglegt, af hverju þá eingreiðsla 1. júní 2025? Af hverju er þessu ekki skipt upp í 8-9 greiðslur?“ segir einn maður.

Þá kalla sumir eftir mótmælum en aðrir eftir íbúafundi. „Finnst að bæjarstjórn eigi að halda íbúafund, útskýra nákvæmlega erfiða stöðu bæjarfélagsins og sýna fram á að þessi aukaskattheimta sé ekki komin til að vera,“ segir ein kona.

Varla búandi lengur

Þá er einnig mikið af neikvæðum ummælum við færslu Braga Bjarnasonar, bæjarstjóra, þar sem hann ræddi skattahækkanirnar. Þar segir til dæmis ein kona:

„Miðað við stöðuna í samfélaginu Bragi þá er ótrúlega sorglegt að sjá þessar ákvarðanir bæjarstjórnar. Segir sig sjálft að þetta kemur einstaklega illa við íbúa og setur fólk sem á varla til hnífs og skeiðar í mjög slæma stöðu. Skora á ykkur að koma til móts við íbúa á annan hátt í ljósi þess að það gengur ágætlega að koma fjárhagnum í betra horf. Mjög leitt að sjá marga flýja úr sveitarfélaginu þar sem hér er varla búandi lengur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“