fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Sár og veikur af því að „vinnustaða hetja“ mætti og smitaði þrjá – „Aumingjaskapur“ og „óvirðing gagnvart samstarfsfólki“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 26. september 2024 22:00

Í covid var hamrað á því að fólk ætti að vera heima hjá sér ef það væri veikt. Mynd/úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Covid faraldrinum hömruðu heilbrigðisyfirvöld á þeim skilaboðum að ef fólk væri veikt ætti það að vera heima hjá sér. Þessi skilaboð virðast vera að falla í gleymskunnar dá miðað við umræðuna á samfélagmiðlum.

„Ertu veikur, vertu þá heima hjá þér,“ segir Íslendingur á samfélagsmiðlinum Reddit. En hann fékk sjálfur að kenna á því að samstarfsmaður mætti veikur til vinnu.

„Nú er ég veikur heima með beinverki, hita og annan óþverra. Það eru líka tveir aðrir í vinnunni minni veikir heima,“ segir hann. „Það er ein svona vinnustaða hetja sem mætir þrátt fyrir augljóslega vera veikur en segist bara vera með smá „skít“ og ætlar bara hrista þetta af sér er en bókstaflega búin að smita að lágmarki 3. Að hrista af sér veikindi og mæta í vinnuna er ekki bara aumingjaskapur líka bara hrein og klár óvirðing gagnvart samstarfsfólk þínu. Verið heima ef þið eruð lasin!“

Ætti að áminna þá sem mæta veikir

Vel er tekið í færsluna og segjast margir vera sammála þessu. Fólk sem mæti veikt til vinnu til þess að „þykjast vera duglegt“ geti smitað aðra og þar með valdið vinnustað sínum meiri skaða en ef það hefði ekki mætt.

„Hefur alltaf fundist það ótrúlega furðulegt að fólk sem rekur fyrirtæki kippi sér ekkert upp við að starfsfólk mæti veikt með „iss þetta er bara smá kverkaskítur“ í vinnu og oftast nær óhjákvæmilega smiti aðra,“ segir einn netverji í athugasemdum. „Svo eru allir rasandi þrem dögum seinna hve margir eru veikir heima og frasinn „Er þetta ekki allt fólk með börn í skóla? Haha“ er notaður óspart.“

Segir hann að vírusar leggist mjög misilla í fólk og því mjög óábyrgt að mæta veikur. Vinnustaðir ættu að áminna starfsmenn fyrir að mæta veika.

Á Landspítalanum

Þessi hegðun virðist ekki aðeins bundin við einkafyrirtæki út í bæ. Einn sem segist vera starfsmaður Landspítalans segir að þetta gerist þar einnig.

„Vinn á spítalanum og oftar en einu sinni hefur einhver kollegi mætt augljóslega veikur, til þess eins að fara heim eftir nokkra tíma en ekki fyrr en þau eru búin að smita nokkra,“ segir hann. Yfirmaðurinn geri ekkert í þessu, hann segi viðkomandi að hann verði bara að „meta hvernig honum líði.“

New York ferð ónýt

Einn nefnir að það að mæta í veikur í vinnuna geti eyðilagt plön hjá öðru fólki. Því hafi hann sjálfur fengið að kenna á. Það er þegar ein „vinnustaðahetja“ mætti veik í vinnuna þremur dögum áður en hann átti sjálfur að fara í ferðalag til New York.

„Þegar við lentum var ég orðinn fárveikur. Eftir 5 daga var ég orðinn hress, þá byrjaði konan að veikjast. Hún var svo orðin hress við brottför,“ segir hann. „Ferð sem var plönuð í marga mánuði hálf ónýt út af svona rugli.“

Lærð hegðun

Einn nefnir að þessi hegðun sé að einhverju leyti skiljanleg. „Það er svo samfélagslega lærð hegðun að fólk eigi að vera 100% í vinnu. Skapast líka mjög fljótt leiðinlegur mórall í vinnu gagnvart þeim sem verða oft veikir,“ segir netverjinn og nefnir að þetta sé ekki aðeins svona á vinnustöðum. Einnig í skólum þar sem foreldrar senda krakkana sína veika í skólann.

Fleiri en einn nefna að allt sem við lærum af covid tímanum sé gleymt. „Fólk var lygilega fljótt að gleyma þessu eftir covid. Það mætti einn veikur í vinnuna svona sirka viku eftir að síðustu takmörkunum var aflétt, ég létt vita og fór sjálfur heim. Ótrúlegt helvíti,“ segir einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál
Fréttir
Í gær

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð