fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

„Hólmsheiði gæti orðið staður þar sem atvinnulíf og fangelsismál tengjast“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. september 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hólmsheiði gæti orðið staður þar sem atvinnulíf og fangelsismál tengjast beint, og skapa þannig gróskumikinn vettvang fyrir aukna samfélagslega ábyrgð,“

segir Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. 

„Þetta gæti orðið tilvalið tækifæri til að skapa störf fyrir þá fanga sem nú eyða mánuðum eða árum saman á takmörkuðu svæði, oft án raunverulegra tækifæra til að vinna og þróast. Með því að aðlaga vinnuumhverfi sitt, geta þessi fyrirtæki skapað nýtt líf fyrir fanga í og eftir afplánun og styrkt samfélagslega ábyrgð sína um leið,“ segir Guðmundur Ingi í grein sinni á Vísi.

Segir Guðmundur Ingi kominn tími til að stíga skref fram á við og horfa á möguleikana í stað hindrana, þegar stór fyrirtæki eru að taka lóðir upp á Hólmsheiði, í næsta nágrenni við eitt af fangelsum landsins, opnast nýjar dyr fyrir samfélagslega ábyrgð og eflingu vinnumarkaðarins. 

„Fyrirtæki með starfsemi nálægt fangelsum á Íslandi hafa einstakt tækifæri til að verða hluti af lausn sem færir samfélagið í heild til betri vegar. Með því að bjóða föngum störf og hæfileikaþjálfun, geta þessi fyrirtæki orðið leiðandi í samfélagslegri þróun sem eykur aðlögun, sjálfsvirðingu og framtíðarhorfur þeirra sem annars gætu misst vonina.“

Víðtæk áhrif á endurhæfingu fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu eftir afplánun

Guðmundur Ingi segir að þegar fangar fái tækifæri til að leggja sitt af mörkum og öðlast nýja hæfileika í náinni samvinnu við stórfyrirtæki, geti það haft víðtæk áhrif á endurhæfingu þeirra og aðlögun að samfélaginu eftir afplánun. 

„Eitt af lykilatriðum í aðlögun stórra fyrirtækja á vinnumarkaði fyrir fanga, væri að innleiða sveigjanleg störf sem taka mið af þörfum og hæfni hvers og eins. Vistmenn fangelsa gætu unnið að verkefnum sem byggja á þeirra styrkleikum, áfangaskipulögðum námskeiðum eða sértækum iðngreinum, sem færa þeim ekki aðeins starfsreynslu heldur einnig menntun og hæfni til að fá störf eftir afplánun. Þessi verkefni gætu verið tengd framleiðslu, þjónustu eða tæknilegum störfum, allt eftir stefnu fyrirtækisins.

Slík nálgun eykur ekki aðeins starfsþjálfun fanga, heldur færir þeim raunverulegan tilgang innan samfélagsins, jafnvel á meðan á afplánun stendur. Fyrirtækin sem taka þátt myndu í raun styðja við aðlögun fanga að venjulegum vinnumarkaði og stuðla þannig að lækkun endurkomutíðni fanga í fangelsi. Auk þess gæti þetta dregið úr félagslegri einangrun þeirra og aukið sjálfsvirðingu, sem oft er skert eftir langa fangavist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál
Fréttir
Í gær

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð