fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. september 2024 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært fvo menn fyrir fjársvik með því að hafa á tímabilinu 2015-2018 fengið vefþróunarfyrirtækið Atomattic Inc., sem staðsett er í San Francisco í Bandaríkjunum, til að greiða sér tæplega 530 þúsund bandaríkjadali í formi tilhæfulausra auglýsingatekna. Jafngildir upphæðin rúmlega 70 milljónum íslenskra króna.

Blekkingarnar fóru þannig fram að annar hinna ákærðu hlutaðist til um að stofna og skrá þrjár heimasíður á vefsíðu Automattic, wordpress.com. Hinn maðurinn samþykkti skráningu síðanna en hann starfaði þá hjá Automattic. Rangfærði hann, samkvæmt ákæru, gögn um hlutdeild heimasíðnanna í tekjum vegna birtra auglýsinga á síðunum og lét líta út fyrir að vefsíðurnar ættu rétt á tekjum sem enginn grundvöllur var fyrir. Sendi hann rangfærð gögn um þetta á bókhaldsdeild fyrirtækisins sem á grundvelli þeirra greiddi hundruð þúsunda dala inn á reikning hins ákærða mannsins.

„Með þessum hætti vöktu og hagnýttu ákærðu sér þá röngu hugmynd starfsmanna Automattic Inc. að umræddar heimasíður ættu rétt á hlutdeild í auglýsingatekjum vegna birtra auglýsinga á vefsíðunum, þegar raunin var sú að tvær af heimasíðunum uppfylltu ekki skilyrði þess að eiga rétt á slíkum tekjum og raunverulegar heimsóknir á allar síðurnar voru það fáar að þær veittu ekki rétt til slíkra tekna,“ segir í ákærunni.

Mennirnir eru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af brotum sínum fyrir tæplega 530 þúsund dali.

Héraðssaksóknari krefst þess að tvímenningarnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd fyrirtækisins Automattic er gerð krafa um greiðslu á rétt tæplega 530 þúsund dölum eða upphæðinni sem þeir félagar eru sakaðir um að hafa svikið út úr fyrirtækinu.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. október næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð