fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

„Mig rak í rogastans þegar ég sá þessa frétt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. september 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíðar ferðir Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra og núverandi formaður borgarráðs, eru gagnrýndar af fulltrúum minnihlutans í Morgunblaðinu í dag.

Blaðið greindi frá því í gær að Dagur hefði farið í 26 ferðir og dvalið erlendis í tæpa þrjá mánuði það sem af er kjörtímabilinu.

Hildur Björnsdóttir, oddviti, Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir við Morgunblaðið í dag að auðvitað sé eðlilegt að eiga í heilbrigðu alþjóðasamstarfi. „En það vekur spurningar þegar fyrrverandi borgarstjóri og nú formaður borgarráðs ferðast meira til útlanda en formaður utanríkismálanefndar Alþingis gerir,“ segir hún.

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng í samtali við blaðið.

„Mig rak í rogastans þegar ég sá þessa frétt í morgun,“ segir hún en tekur þó fram að hún hafi skilning á því að fólk skipuleggi ferðir. Tilgangurinn þurfi þó að vera skýr og þjóna hagsmunum borgarbúa.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, segist hafa skilning á því að sumar ferðir séu gagnlegar en þetta séu mjög margar ferðir.

„Ég set líka spurningu við dagpeningagreiðsluna og hvað þetta kristallar muninn á þeim efnameiri og efnaminni. Þeir efnaminni hafa ekki tök á því að fara til útlanda,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaðist í sprengingu í álverinu á Grundartanga

Slasaðist í sprengingu í álverinu á Grundartanga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósögð saga af lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu – Rússar hafi áreitt og brotist inn hjá starfsfólki

Ósögð saga af lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu – Rússar hafi áreitt og brotist inn hjá starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza