fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Hafnfirðingar biðja þingmenn sína um að kynna sér Coda Terminal

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 25. september 2024 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur íbúa í Hafnarfirði sem mótmælt hefur verkefninu Coda Terminal, sem hefur reynst afar umdeilt, hvetur alla þingmenn Suðvesturkjördæmis til að kynna sér verkefnið betur og segja skorta verulega á að málið hafi verið rætt gaumgæfilega. Verkefnið, sem er á vegum fyrirtækisins Carbfix sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, gengur í stuttu máli út á að dæla miklu magni koltvísýrings í jörðu í Straumsvík og næsta nágrenni. Hópur íbúa í Hafnarfirði hefur mótmælt áformunum harðlega en alþingi, ríkisstjórn og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa hingað til ekki viljað leggja neinn stein í götu Coda Terminal.

Bréf íbúanna til þingmanna Suðvesturkjördæmis fer hér á eftir í heild sinni. Millifyrirsagnir eru frá DV:

Fyrir hönd íbúa í Hafnarfirði þá langar okkur að vekja athygli þína á risa stóru verkefni sem er fyrirhugað í nokkuð hundruð metra fjarlægð frá íbúabyggð við Vellina í Hafnarfirði.
Verkefnið nefnist Coda Terminal og gengur út á að flytja inn 3 milljón tonna af koldíoxíð á ári frá verksmiðjum í Evrópu og binda í berg undir heimilum okkar í Hafnarfirði.

Mikil óvissa er um áhrif þessa stóra verkefnis á umhverfi, náttúru, grunnvatn, jarðhræringar, lífríki og íbúa Hafnarfjarðar svo eitthvað sé nefnt og kemur skýrt fram í umsögnum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar um Coda Termnal verkefnið. Íbúar hafa ekki fengið að koma að borðinu að neinu leiti við ákvörðun um þessa staðsetningu á Coda Terminal verkefninu steinsnar frá heimilum okkar í Hafnarfirði.

Engin umræða

Nánast engin umræða hefur farið fram á Alþingi um þetta verkefni og mögulega önnur sambærileg í framtíðinni. Reglugerð um geymslu koldíoxíð í jörðu var undirrituð á Alþingi 5. desember 2022, daginn eftir þá var undirrituð viljayfirlýsing milli Rio Tinto, Carbfix og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu á Coda Terminal verkefninu í mikilli nálægð við íbúabyggð í Hafnarfirði.

Í reglugerðinni er ekkert talað um hvar staðsetja megi slík verkefni, hversu nálægt íbúabyggð má verkefnið vera staðsett, hvað má fórna mikið af íslenskri náttúru fyrir verkefnið, hvað erum við tilbúin til að fórna mikið af náttúruauðlindum og innviðum fyrir verkefnið (vatn, rafmagn,hiti), hver ber ábyrgð ef leki eða tjón verður af völdum verkefnisins, hver ber ábyrgð á eigum íbúa sem mögulega verða fyrir tjóni af verkefninu ef manngerðir jarðskjálftar eða hækkun grunnvatns veldur skaða á hýbýlum eða íbúðaverð fellur í kjölfar uppbyggingar verkefnisins, og síðast en ekki síst, hvernig skal samráði við íbúa háttað þegar svona risastór tilraunaverkefni eru sett af stað.

Almenn mótstaða

Íbúar í Hafnarfirði eru almennt mjög mótfallnir þessu verkefni í þessari nálægð við íbúabyggð og þeirri óvissu sem íbúar munu þurfa að búa við næstu áratugina vegna þessa verkefnis og hugsanlegra áhrifa þeirra á umhverfið. Okkur finnst miklu fórnað fyrir mjög lítinn ávinning í loftlagsmálum heimsins.

Við óskum eftir því að þú sem þingmaður og fulltrúi okkar í Suðvestur kjördæmi kynnir þér þetta risastóra mál sem engin reynsla er af á Íslandi og hefur aldrei verið gert áður í heiminum af þessari stærðagráðu eða í þessari nálægð við íbúabyggð.

Það er von okkar að þú verjir hagsmuni okkar íbúa í kjördæminu þínu og stuðlir að því að íbúar fái að kjósa um þetta verkefni. Við erum tilbúin til viðræðu við þig og þína flokksmenn hvenær sem er svo þú getir kynnt þér afstöðu og líðan bæjarbúa vegna þessa máls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri