fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sagðist ætla að eitra fyrir köttum og fleygja hræjunum í sjóinn – Fékk yfir sig hótanir og lögreglutilkynningu

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 24. september 2024 16:00

Færslan fór eins og eldur í sinu um internetið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem birti færslu um að hann hygðist eitra fyrir óboðnum köttum á lóð sinni og fleygja í hafið var sjálfum hótað. Hann segir að engin alvara hafi verið að baki færslunni. Lögreglu var tilkynnt um málið.

Maðurinn, sem býr í litlu þorpi úti á landi, birti færsluna í grúbbu sem ætluð er fólki á staðnum. Henni hefur hins vegar verið dreift víða, meðal annars í grúbbur kattaeigenda og ýmsar hverfagrúbbur í Reykjavík.

Frostlögur og sellósaþynnir

Í færslunni segist maðurinn vera búinn að fá nóg af því að finna kattaskít í garðinum hjá sér. Hann ætli ekki lengur að bjóða sjálfum sér eða börnunum sínum upp á slíkan ófögnuð. Segir einnig:

„Ég ætla að gera ráðstafanir og sprauta frostlög og sellósaþynni í fisk og dreifa um á ákveðnum stöðum á lóðinni hjá mér (ég er bara að bíða eftir því að fiskurinn þiðni). Og ef það virkar ekki þá er þetta orðið persónulegt og ég mun sjá til þess að þetta gerist ekki aftur sama hvernig ég fer að því. Og ef ég svo finn dautt dýr í garðinum hjá mér læt ég engan vita og ég losa mig við dýrið í sjóinn.“

Segir hann að fólk eigi að taka ábyrgð á dýrunum sínum og fara með kettina út í ól.

Eins og gefur að skilja þá hefur þessi færsla ekki mælst vel fyrir hjá kattaeigendum. Hafa margir kallað eftir því að málið verði tilkynnt til Matvælastofnunar og lögreglu.

Sett fram í gríni

Í samtali við DV segir maðurinn að færslan hafi ekki verið sett fram í alvöru. Hann sé hins vegar orðinn þreyttur á að týna kattaskít upp í garðinum hjá sér. Í þorpinu þar sem hann býr sé lausaganga katta bönnuð en fæstir fari eftir því. Það er í samþykkt um hunda og kattahald í viðkomandi sveitarfélagi segir að kettir skuli ekki vera lausir úti við í þéttbýli.

„Ég setti þetta inn til þess að stuða fólk hér heima og í hálfgerðu gríni,“ segir maðurinn. Hann eigi sjálfur ketti, allir í þorpinu þekki hann og viti að hann myndi ekki gera svona.

Hundruð skilaboða

Segist hann sjá eftir því að hafa sett inn færsluna og hafi fengið hundruð skilaboða frá „vafasömu fólki.“ Þá segist hann hafa beðist strax afsökunar á sama vettvangi og hann setti upphaflegu færsluna inn.

„Mér þykir ákaflega leitt að hafa leitt að hafa sett þetta fram á þennan hátt,“ segir hann.

Þá staðfestir hann að lögreglunni hafi verið blandað í málið. Það er að fólk hafi tilkynnt færsluna þangað. „Hún tilkynnti mér að það verður ekkert gert að því það hefur enginn glæpur átt sér stað,“ segir maðurinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“