fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Árni vill frekar vera skikkaður til að spara en borga hærri vexti – 3,6 milljónir á þremur árum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er ekki helsta mark­mið Seðlabank­ans á verðbólgu­tím­um að slá á þenslu í hag­kerf­inu, frek­ar en að fóðra banka og fjár­magnseig­end­ur? Skikkið mig frek­ar til að spara!“

Þetta segir Árni Halldórsson Hafstað athafnamaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar varpar hann fram þeirri hugmynd að skyldusparnaði verði beitt til að slá á þenslu í hagkerfinu í stað gegndarlausra vaxtahækkana eins og raunin hefur verið síðustu misseri.

Minnka magn peninga í umferð

Árni vísar í nýlegt viðtal við fjármálaráðherra á Bylgjunni og segir hann hafa lýst eftir fleiri verkfærum til handa seðlabankastjóra í baráttu við verðbólguna. Það hafi leitt huga hans að grein sem hann birti í Morgunblaðinu í fyrra um sanngjarnari leið en vaxtahækkanir til að rjúfa vítahring verðbólgu og vaxta.

„Þar stakk ég upp á að seðlabanka­stjóri gæti beitt skyldu­sparnaði til viðbót­ar við vaxta­hækk­an­ir. Skyldu­sparnaður yrði sett­ur á öll laun og sá sparnaður sett­ur á vaxta­reikn­ing í eigu launþeg­ans. Þannig mætti minnka pen­inga í um­ferð (líka af laun­um þeirra sem ekk­ert skulda), án þess að hækka vexti,“ segir Árni og bætir við að vextir færi eignir frá skuldurum til bankanna og hægja á húsnæðisuppbyggingu. Bendir hann svo á að skort­ur á hús­næði sé tal­inn ein af höfuðástæðum verðbólgu­vár­inn­ar.

3,6 milljónir á þremur árum

„Af 40 millj­óna skuld hafa mánaðarleg­ar af­borg­an­ir hækkað úr 200 í 300 þúsund á síðustu þrem­ur árum. Ef far­in hefði verið skyldu­sparnaðarleið í stað vaxta­hækk­ana fyr­ir þrem­ur árum væri staðan hugs­an­lega sú að þeir sem skulda 40 millj­ón­ir hefðu nú mánaðarleg­ar af­borg­an­ir upp á 200 þúsund kr. og skyldu­sparnað upp á 100 þúsund. Ættu þeir 3,6 millj­ón­ir eft­ir þessi þrjú ár á skyldu­sparnaðar­reikn­ingi og gætu lækkað fast­eigna­skuld­ina um þá upp­hæð. Skuld­laus­ir hefðu skyldu­sparnað upp á 100 þúsund mánaðarlega. Eft­ir þessi þrjú ár væri sparnaður­inn 3,6 millj­ón­ir sem þeir eiga til elli­ár­anna.“

Árni segir að með þessari leið hefðu vextir ekki breyst og því ekki haft áhrif á vilja til húsbygginga. Skyldusparnaðarleiðin hefði meðal annars leitt til minni eignafærslu frá skuldurum til banka, lækkunar húsnæðisskulda almennings, hraðari minnkunar peninga í umferð og því hraðari lækkunar verðbólgu. Hún hefði líka leitt til meira framboðs á húsnæði, lægra húsnæðisverðs og lækkunar verðbólgu.

„Fólk get­ur tekið lán á lægri vöxt­um, sem ger­ir því kleift að kaupa hús­næði og nýj­ar eign­ir, lenda ekki ein­göngu í hönd­um fjár­magnseig­enda til út­leigu. Er ekki helsta mark­mið Seðlabank­ans á verðbólgu­tím­um að slá á þenslu í hag­kerf­inu, frek­ar en að fóðra banka og fjár­magnseig­end­ur? Skikkið mig frek­ar til að spara,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“