Lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynnir um alvarlegt umferðarslys við Fossá á Skaga. Tilkynning barst um slysið rúmlega 14 í dag.
Að sögn lögreglu eru viðbragðsaðilar að störfum á vettvangi. Veginum hefur verið lokað.
Frekari upplýsingar verða veittar síðar.