fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Uppnám meðal íbúa í miðbænum

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 23. september 2024 12:30

Miðborg Reykjavíkur hefur tekið nokkrum breytingum frá tíunda áratug síðustu aldar. Í þá daga söfnuðust unglingar þar saman í þúsundatali um hverja helgi og þá grasseraði ofbeldi og önnur afbrot. Eins og í dag voru miklar áhyggjur af vaxandi ofbeldi og agaleysi meðal þessa aldurshóps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem að þó nokkrir íbúar í næstu húsum við lóð í miðbæ Reykjavíkur hafi ekki á nokkurn hátt verið meðvitaðir um að borgaryfirvöld hafi veitt leyfi til að byggt verði þriggja hæða fjölbýlishús á lóðinni með allt að átta íbúðum. Þetta er fullyrt í kæru sem barst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni segir að breyting á deiliskipulagi þar sem veitt var leyfi fyrir byggingunni hafi aldrei verið kynnt íbúum í nærliggjandi húsum.

Eins og DV hefur áður greint frá er þetta ekki fyrsta kæran vegna þessarar fyrirhuguðu byggingar en um er að ræða lóð númer 61 við Njarðargötu en lóðin er gengt Hallgrímskirkju.

Allt í háaloft eftir íbúðarkaup í miðbænum

Daginn eftir að fyrstu kærunni var vísað frá nefndinni, 18. september síðastliðinn, barst ný kæra vegna breytingar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur á deiliskipulaginu. Í þetta sinn kærði íbúi að Lokastíg 25, sem er næsta hús við hlið Njarðargötu 61. Íbúinn krafðist þess að breytingin yrði grenndarkynnt í samræmi við lög og reglur. Þá óskaði hann eftir staðfestingu á framkvæmd grenndarkynningar skipulagsins og að kannað væri hvort unnt sé að endurskoða deiliskipulagsbreytinguna.

Íbúinn sagði í kæru sinni að honum hafi ekki verið tilkynnt um deili­skipulags­breytinguna eins og lög geri þó kröfu um. Hvorki hann né aðrir íbúar í nærliggjandi húsum hafi fengið tilkynningu eða boð um að taka þátt í grenndarkynningu sem þó hafi verið fullyrt.

Of seint

Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er minnt á að deiliskipulagsbreytingin sem leyfði byggingu fjölbýlishússins hefði verið auglýst í Stjórnartíðindum 6. júní síðastlinn. Minnt er á að fyrri kærunni sem barst vegna breytingarinnar hafi verið vísað frá nefndinni þar sem hún hefði borist of seint, samkvæmt lögum um nefndina.

Í þessu kærumáli tók nefndin ekki afstöðu til þess hluta kærunnar sem sneri að beiðni íbúans um framkvæmd grenndarkynningar, staðfestingu á fyrirkomulagi hennar eða að kannað verði hvort unnt sé að endurskoða hina umdeildu deiliskipulagsbreytingu. Þeim þætti málsins vísaði nefndin til Reykjavíkurborgar.

Þessi önnur kæra vegna hinnar umdeildu fyrirhuguðu byggingar á fjölbýlishúsi fékk hins vegar að lokum sömu meðferð og sú fyrsta. Vísaði nefndin til þess að deiliskipulagsbreytingin hafi verið birt opinberlega í Stjórnartíðindum 6. júní, í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga. Kærufrestur sem sé einn mánuður hafi byrjað að líða daginn eftir og hafi því verið útrunninn þegar kæran barst 13. september.

Eins og raunin varð með fyrstu kæruna var þessari annarri kæru vegna fjölbýlishússins sem stendur til að byggja á lóð númer 61 við Njarðargötu vísað frá á grundvelli þess að kærufrestur væri liðinn.

Ljóst virðist þó að einhverjir íbúa í næstu húsum höfðu enga vitneskju um að þessi byggingaráform hefðu verið heimiluð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“

„Næstu dagar voru hræðilegir vegna fráhvarfseinkenna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn