fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

„Það hefur ekki borist nein kæra eða kvörtun á hendur Sóloni til lögreglu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. september 2024 19:00

Sólon Guðmundsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur ekki borist nein kæra eða kvörtun á hendur Sóloni til lögreglu,“

segir í tölvupósti lögfræðings hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem dagsettur er 2. september, til foreldra Sólons Guðmundssonar.

Mikið hefur verið rætt um mál Sólons í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum síðustu daga. Sólon var 28 ára og hafði hann starfað sem flugmaður hjá Icelandair. Hann tók eigið líf 25. ágúst síðastliðinn eftir að mál honum tengd voru tekin fyrir hjá Icelandair.

Vilja lögreglurannsókn á máli sonar síns

Á föstudag stigu foreldrar hans fram í viðtali á Stöð 2, en þau hafa farið fram á lögreglurannsókn á máli sonar síns og hafa þau ráðið bæði lögmann og almannatengill til að gæta hagsmuna sonar síns í málinu. Fjölskyldan og talskona hennar, fullyrða að Sólon hafi verið lagður í einelti af tveimur samstarfskonum vegna sambands hans við aðra þeirra. Honum hafi verið sagt upp störfum vegna ásakana í hans garð en Icelandair hafi neitað að upplýsa hann um hverjar ásakanirnar væru.

Sjá einnig: Hödd teiknar upp svarta mynd af sjálfsvígi Sólons – ,,Að deyja úr slúðri”

Lögmaður gætir hagsmuna fimm kvenna sem segja Sólon hafa brotið á sér

Annað kemur fram í yfirlýsingu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í dag. Gætir hann hagsmuna fimm kvenna sem hafi að sögn Vilhjálms upplýst Icelandair um ofbeldi, andlegt eða líkamlegt eða hvoru tveggja, sem þær töldu sig hafa orðið fyrir. Ein þeirra hafi lagt fram kæru á hendur Sóloni fyrir nauðgun, sem hafi átt sér stað í júlí á þessu ári eins og segir í yfirlýsingunni.  Í beinu framhaldi hafi konan leitað til sálfræðings sem sendi hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Konan hafi svo upplýst Icelandair um meint brot og stuttu síðar lagt fram kæru.

Sjá einnig: Ein kærði nauðgun og fjórar töldu sig hafa orðið fyrir ofbeldi

Foreldrar Sólons óskuðu eftir upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um hvort þar væru til rannsóknar mál á hendur syni þeirra. Í tölvupóstunum sem DV hefur undir höndum kemur fram að fyrirspurninni er svarað þann 2. september síðastliðinn:

Ég get staðfest það að Sólon hefur ekki hlotið dóm. Ég get einnig staðfest það að það var og er ekki til rannsóknar sakamál þar sem Sólon var aðili að.

Foreldrarnir ítreka beiðni sína um hvort kæra hafi verið lögð fram á hendur Sóloni. Og er svarað að líkt og segi í fyrri pósti: „það var og er ekki til rannsóknar sakamál þar sem Sólon var aðili að“. Það hefur ekki borist nein kæra eða kvörtun á hendur Sóloni til lögreglu.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“