fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Guðrún orðin vinsælasti ráðherrann – Bjarni langóvinsælastur

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. september 2024 16:30

Guðrún er mun vinsælli en Bjarni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, er sá ráðherra sem flestum finnst hafa staðið sig best. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er langóvinsælasti ráðherrann.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt var um hvaða ráðherrar hefðu staðið sig best og verst á kjörtímabilinu.

7,3 prósent nefndu Guðrúnu Hafsteinsdóttur í könnuninni en aðeins 2 prósent að hún hefði staðið sig verst allra ráðherra.

Í öðrum sambærilegum könnunum hefur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra,  yfirleitt trónað á toppnum með nokkrum yfirburðum. Hún mælist aðeins með 7,1 prósent núna, sem skýrst hugsanlega af því að hún er horfin úr ríkisstjórninni.

7 prósent telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi staðið sig best. 5,7 prósent Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, 4,6 prósent Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra (áður matvælaráðherra), 4,6 prósent Jón Gunnarsson (áður dómsmálaráðherra), 4,2 prósent Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, 3,8 prósent Bjarni Benediktsson forsætisráðherra (áður fjármálaráðherra og utanríkisráðherra), 3,5 prósent Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, 3,1 prósent Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra (áður fjármálaráðherra), 2,9 prósent Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra (áður innviðaráðherra), 2,8 prósent Guðlaugur Þ. Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, 1,5 prósent Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra og aðeins 0,1 prósent Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.

Þegar kemur að óvinsælustu ráðherrunum trónir Bjarni á toppnum með 38,6 prósent. Í öðru sæti er Svandís með aðeins 10,1 prósent.

Þegar kemur að stjórnmálaskoðunum sést að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna eru hrifnastir af formönnum sínum. Það er Framsóknarflokksins eru hrifnastir af Sigurði Inga, Sjálfstæðismenn af Bjarna og Vinstri græn af Katrínu.

Kjósendur Flokks fólksins eru hrifnastir af Willum Þór, Miðflokksmenn af Jóni Gunnarssyni, Píratar af Svandísi, Samfylkingarfólk og Sósíalistar af Katrínu og Viðreisnarfólk af Áslaugu Örnu.

Kjósendur allra flokka eru minnst hrifnir af Bjarna nema Sjálfstæðismenn. Þeir eru minnst hrifnir af Svandísi.

Könnunin var gerð 10. til 16. september. Svarendur voru 994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar