fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ásgeir varpar ljósi á bestu leiðina til að losna við nikótíndjöfulinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú und­ir­býrð þig eft­ir því kerfi sem hér verður kynnt máttu vera viss um að átök­in og erfiðleik­arn­ir sem þú ótt­ast að fylgi því að sleppa nikó­tíni verða ekki nánd­ar nærri eins mik­il og þú held­ur.“

Þetta segir Ásgeir R. Helgason, doktor í læknavísindum og dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, í athyglisverðri aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Ásgeir er líklega einn þekktasti fræðimaður landsins þegar kemur að nikótínfíkn og leiðum til að vinna bug á henni.

Í grein sinni bendir hann á að nikótín sé öflugt eitur- og fíkniefni sem gerir mann líkamlega háðan neyslunni.

Mjög sterkt taugaeitur

„Ný­leg­ar rann­sókn­ir sýna að nikó­tín örv­ar vöxt krabba­meins. Nikó­tín dreg­ur úr blóðflæði til háræða og stuðlar þannig að tann­losi og hrukku­mynd­un í húð og hækk­ar blóðþrýst­ing. Nikó­tín er eitt sterk­asta tauga­eit­ur sem þekk­ist, get­ur fram­kallað kvíða og hef­ur nei­kvæð áhrif á hjarta- og æðasjúk­dóma,“ segir hann.

Ásgeir bendir á að flestir sem nota nikótín daglega vilji hætta því en margir gefist upp vegna fráhvarfseinkenna.

„Áður en þú ferð að nota leiðbein­ing­ar til að hætta að nota nikó­tín ætt­irðu að láta reyna á það fyrst, ef þú hef­ur ekki þegar gert það, hvort þú þurf­ir yf­ir­leitt á nokkr­um leiðbein­ing­um að halda. Marg­ir ákveða ein­fald­lega að hætta og standa við það án telj­andi erfiðleika,“ segir Ásgeir og bætir við að ef þú ert í hópi þeirra sem gengur illa að hætta sé gott að vita að hægt er að kenna fólki aðferðir til að búa sig undir það.

Myndaðu nikótínlaus svæði

Ásgeir nefnir fyrst að fólk ætti að byrja að mynda nikótónlaus svæði. Hvetur hann fólk til að hætta að nota nikótín á þeim stöðum sem það dvelur mest á.

„Þegar þú hef­ur einu sinni ákveðið að til­tek­inn staður skuli vera nikótínlaus máttu ekki hvika frá því hvað sem á dyn­ur. Ef þú ert á nikótínlausu svæði og löng­un­in al­veg að sliga þig verðurðu annaðhvort að stand­ast löng­un­ina eða bregða þér út fyr­ir svæðið til að svala fíkn­inni.“

Ásgeir segir að ef þú gerir flest svæði nikótónlaus sem fyrst megirðu vera viss um að baráttan við löngunina verður mun auðveldari eftir að þú hættir alveg.

„Reynsl­an hef­ur sýnt að tveggja til þriggja vikna und­ir­bún­ings­tími er æski­leg­ur. Lengri und­ir­bún­ings­tími, þar sem nikótínlaus svæði eru mynduð með nokk­urra vikna eða jafn­vel mánaða fyr­ir­vara, gefst í mörg­um til­vik­um vel. Vara­samt get­ur þó verið að hafa und­ir­bún­ings­tím­ann of lang­an því botn­inn vill stund­um detta úr ef menn fresta því um of að hætta al­veg,“ segir hann.

Hættir að nenna að svala fíkninni

Ásgeir segir að þó markmiðið með myndun nikótónlausra svæða sé fyrst og fremst að rjúfa tengslin á milli reykinga og umhverfis þá hafi þessi aðferð annað og ekki síður mikilvægt gildi fyrir þá sem eru mjög sólgnir í nikótón.

„Þeir sem mynda nikótínlaus svæði á þann hátt sem að fram­an er lýst draga að jafnaði tals­vert úr nikótínneyslu á und­ir­bún­ings­tím­an­um. Þetta ger­ist nokkuð sjálf­krafa, því fæst­ir nenna að leggja mikið á sig til að svala fíkn­inni nema þegar þörf­in verður mjög aðkallandi,“ segir Ásgeir og nefnir að mikl­ir nikó­tín­ist­ar sem draga veru­lega úr neyslu í nokkr­ar vik­ur áður en þeir hætta al­veg séu í mun minni hættu á að fá ýmis lík­am­leg frá­hvarf­s­ein­kenni.

Ásgeir segir að áður en dagurinn sem þú velur til að hætta alveg að nota nikótín rennur upp geti verið ráð að vera búinn að birgja sig vel upp af hjálpartækjum.

„Fáðu þér eitt­hvað sem þú get­ur sett upp í þig. Hægt er að kaupa mentólmunnúða í flest­um apó­tek­um. Sprautaðu upp í þig þegar þú finn­ur hjá þér löng­un í nikó­tín. Syk­ur­laust bragðsterkt tyggjó sem hægt er að geyma und­ir vör­inni og hent­ar vel sem staðgeng­ill fyr­ir nikótínpúða og snus.“

Ásgeir segir að fleira geti virkað vel:

„Lakk­rísrót sem fá má í sum­um heilsu­búðum. Lakk­rís­rót­in bragðast eins og dauf­ur apótekaralakkrís. Skolið rykið af rót­inni áður en þið farið að naga hana. Bæði lakk­rísrót og mentólmunnúði hafa þann kost að hægt er að nota þau að vild án þess að eiga á hættu að fitna. Annað sem hægt er að styðjast við eru mentólnefstifti og syk­ur­laus­ar bragðsterk­ar töfl­ur. Ef þú drekk­ur mikið af vatni og hrein­um ávaxta- og græn­met­issafa flýt­ir það fyr­ir út­hreins­un nikó­tíns. Heitt vatn með cayennepipar, engi­fer og sítr­ónu hef­ur líka góð áhrif.“

Ýmislegt hægt að gera

Í grein sinni tekur Ásgeir svo niðurstöðurnar saman og minnir á að fólk ætti að mynda nikótínlaus svæði sem fyrst og velja sér H-dag, dag til að hætta.

„Ef þér finnst þú ekki vera til­bú­inn þegar dag­ur­inn renn­ur upp skaltu bara hætta við fyrsta tæki­færi þegar þú finn­ur að þú ert til­bú­inn. Náðu í „hjálp­ar­tæki“ til að hafa í staðinn fyr­ir nikó­tínið fyrstu vik­urn­ar eft­ir að þú hætt­ir að nota það. Hjá Heilsu­veru, s. 1700, vinna sér­fræðing­ar sem geta aðstoðað þig við að hætta að nota nikó­tín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“