fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Bygging Kársnesskóla í Kópavogi komin hundruð milljóna fram yfir áætlanir – Mikill hönnunar og eftirlitskostnaður

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. september 2024 12:30

Teikningar skólans. Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bygging Kársnesskóla í Kópavogi hefur farið hundruð milljóna króna fram úr kostnaðaráætlunum. Enn þá er ekki vitað hver heildarkostnaðurinn verður.

Þetta kemur fram í svörum bæjarins við fyrirspurnum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, bæjarfulltrúa Viðreisnar.

Theodóra spurði meðal annars um kostnað við eftirlit við byggingu skólans. Kostnaðarmatið var 100 milljónir króna og samið var við JT verk um það árið 2021. Samkvæmt svari bæjarins er kostnaðurinn við þennan þátt nú orðinn tæpar 239 milljónir króna, það er kominn 139 milljónum króna fram úr áætlun.

Einnig var spurt um hönnunarkostnað. Tilboðið var 99 en að lokum samið við Mannvit árið 2019 upp á rúmar 139 milljónir króna. Þessi kostnaður er hins vegar kominn í rúmlega 306 milljónir króna. Það er 167 milljónum króna fram úr áætlun.

Sjá einnig:

Allt í hnút varðandi byggingu Kárnesskóla – Ásakanir um vanefndir á báða bóga og verktakinn vill bætur

Theodóra spurði einnig um heildarkostnað en hann liggur ekki fyrir. Í svari bæjarins segir að ástæður hækkunarinnar séu meðal annars verðbætur, að bærinn hafi tekið að sér hluta af hönnun og ráðgjöf, lagfæringar og aðlögun að göllum í framkvæmd, breytingar á teikningum og fleira. Þá er gert ráð fyrir 44 milljón króna kostnaði vegna riftunar á samningi og máls fyrir gerðardómi. En bærinn rifti samningi við ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher.

Eldri skóli var rifinn árið 2019 vegna myglu. Gert var ráð fyrir að bygging nýs skóla myndi kosta á fjórða milljarð króna í útboði árið 2021. Ítalska fyrirtækið átti lægsta boð, 3,2 milljarða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“