fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Hödd teiknar upp svarta mynd af sjálfsvígi Sólons – ,,Að deyja úr slúðri”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 22:51

Sólon Guðmundsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólon Guðmundsson var 28 ára þegar hann tók eigið líf fyrir um þremur vikum. Hann starfaði sem flugmaður hjá Icelandair en var sagt upp störfum. Fjölskylda hans sté fram í viðtali við Stöð2 og Vísi fyrr í dag og sagðist vilja að lögreglurannsókn fari fram á andláti hans. Fjölskyldan og talskona hennar Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill fullyrða að Sólon hafi verið lagður í einelti af tveimur samstarfskonum vegna sambands við aðra þeirra og í kjölfarið hafi honum verið sagt upp vegna ásakana í hans garð en að Icelandair hafi neitað að upplýsa Sólon um hverjar þessar ásakanir væru. Hödd skrifaði fyrr í kvöld færslu um málið á Facebook. Hún segir mál Sólons dæmi um að hin svokallaða Metoo-bylting hafi étið börnin sín og að Sólon hafi hreinlega dáið úr slúðri:

„Á mínum tæpu 10 árum í PR-mennsku hef ég afar sjaldan verið talsmaður einhvers eða einhverra formlega. Þetta mál snertir við mér því pendúllinn er kominn allt of langt frá þeirri átt sem á að vera samþykkt til að koma á jafnræði. Me2 byltingin var góð að mörgu leyti en þegar menn sjá líf sitt þannig að ef þeir lenda í aðstæðum á móti konum, þar sem orð eru á móti orði, eigi þeir aldrei séns. Það hlýtur að vera markmið að okkur öllum líði vel. Ég fæ ekki séð að við komum betri drengjum til manns ef þeir fá þau skilaboð að þeir séu alltaf álitnir gerendur í öllum aðstæðum. Og ég held ekki að fullorðnu mennirnir okkar eigi allir skilið að vera stimplaðir gerendur. Ef við ætlum að ná jafnvægi þurfum við að viðurkenna að það eru til góðar konur og góðir karlmenn. Svo eru skemmd epli inni á milli og stundum tekur fólk vondar ákvarðanir.“

Langaði ekki að deyja

Hödd segir um feril málsins:

„Sólon Guðmundsson var 28 ára. Engin ákæra, engin kæra, engin kvörtun…nema kvörtun í blálokin – þegar búið var að gefa grænt á að slúðra um hann eins og hvern lysti.“

Hödd vitnar að lokum í kveðjubréf sem Sólon skildi eftir sig:

„Mig langar að leyfa Sóloni Guðmundssyni að eiga lokaorðin en þau skildi hann eftir í kveðjubréfi til einstaklings sem hann treysti fyrir sér öllum:

„Ég er ekki að taka mitt eigið líf því ég veit upp á mig sökina og skammast mín. Ég er að taka mitt eigið líf því ég treysti mér ekki til að lifa lengur og þegar maður hefur ekki vonina né viljann þá er vonlaust að halda áfram. Mig langar ekki að deyja en èg held að þetta myndi alltaf koma í veg fyrir að ég gæti átt lífið sem mig langar. Ég vona að eitthvað gott komi úr andláti mínu, því lífið var víst til lítils.“

„Takk fyrir hjálpina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti