fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Hannes Hólmsteinn segir nauðsynlegt að geta losnað við „óæskilega“ ríkisborgara

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 21:06

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands telur að stjórnvöld á Íslandi sem og í öðrum vestrænum ríkjum verði að geta losnað við aðflutta einstaklinga sem fengið hafa ríkisborgararétt í viðkomandi löndum. Á Hannes þar við einstaklinga sem sýni ekki vilja til að vinna fyrir sér, stundi afbrot og ætli sér ekki að virða vestræn gildi. Hannes telur þó ekki æskilegt að reka slíka einstaklinga úr landi með valdi heldur telur hann heppilegast að einfaldlega borga þeim fyrir að koma sér burt.

Hannes ræðir þessi mál í nýjasta þætti fjölmiðlamannsins Frosta Logasonar Spjallið en hluti þáttarins er öllum aðgengilegur á Youtube:

„Sjáfur er ég lærisveinn Adam Smith sem var þeirrar skoðunar að hin alþjóðlega verkaskipting hún leiddi til verðmætasköpunar og gerði menn ríka. Það er alveg rétt hjá honum. Það þýðir að við viljum leyfa frjálst flæði á vöru og þjónustu yfir landamæri og fjármagni. Þýðir það að við eigum að leyfa frjálst flæði á fólki yfir landamæri. Svarið við því er bæði já og nei. Já, ef það er fólk sem gerir gagn og lagast vel að aðstæðum í okkar löndum. Þetta sjáum við gerast í Evrópu.“

Vandamál eða engin vandamál

Hannes segir að flutningar á slíku fólki yfir landamæri valdi yfirleitt engum vandamálum en öðru máli gegni um annars konar hópa af fólki:

„Vandamálið er þegar innflytjendur koma til okkar landa sem eru ekki reiðubúnir að semja sig að að minnsta kosti að einhverju lágmarki að siðum landsins sem þeir eru að koma til. … Það eru mörg ár síðan að ég sagði að það væru til hópar sem ættu ekki að vera aufúsugestir hjá okkur. Þó að ég sé sjálfur hlynntur frelsi manna til að flytjast inn og út úr löndum sem er náttúrulega vonlegt ég bý hálft árið erlendis. Þá vil ég auðvitað bjóða fólk velkomið hingað.“

Hann segir hins vegar að afbrotamenn, fólk sem vilji ekki vinna og vera frekar á bótum og fólk sem vilji neyða sínum öfgum upp á aðra eigi ekki að vera velkomið til Íslands eða annarra vestrænna ríkja.

Ríkisborgaravandinn

Séu slíkir einstaklingar ekki komnir með ríkisborgararétt eigi að reka þá burt en séu þeir komnir með ríkisborgararétt vandist málið:

„Þeir af ríkisborgurunum sem ekki vilja vinna það er dálítið erfitt fyrir okkur að neita þeim um sömu réttindi og aðrir hafa en við eigum auðvitað að gera þá kröfu til fólks að það vinni. Að það sé ekki bara á atvinnuleysibótum. Sama er að segja um afbrot. Ég held að sum afbrot séu það alvarleg og raunar tíðkast það bæði í Þýskalandi og Bretlandi að fólk sem brýtur af sér þannig. Það er svipt ríkisborgararétti.“

Hannes vísar þar til ríkisborgara þessara landa sem hafa barist fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.

Ein leið sé þó til að losna við ríkisborgara úr landi sem hafi gert eitthvað af sér eða hafi ekkert gert en séu að hegða sér með þeim óæskilega hætti sem Hannes nefnir:

„Getum við ekki bara borgað því fyrir að fara aftur til þeirra landa sem það kemur frá. Þannig að við leysum vandamálið með verði en ekki sverði.“

Ekki jafn alvarlegt á Íslandi

Hannes leggur áherslu á að ekki sé hægt að koma hvernig sem er fram við ríkisborgara í réttarríki. Hann segir hugmynd sína eiga einkum við á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu en síður á Íslandi:

„Vandinn er ekki orðinn óviðráðanlegur hér á Íslandi en ég hins vegar skil ekki að fólk skuli ekki girða fyrir vandann áður en hann kemur.“

Hannes segir að það megi alveg reyna að bjóða ríkisborgurum sem best sé að losna við borgun fyrir að fara:

„Við getum að minnsta kosti ekki þolað það að fólk sé að bjóða byrginn, ögra og brjóta allar reglur okkar, Hvað eigum við að gera annað? Viltu bara setja þetta fólk í fangelsi? Í fangabúðir í Grímsey? Viltu bara skjóta það? Þær lausnir eru ekkert frambærilegar. Það verður að gera allt eftir lögmálum réttarríkisins. Það er alveg hægt að gera það með miklu meiri festu heldur en hefur verið hér á landi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við