fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Guðrún segir sjálfsagt að skoða að Ísland sendi erlenda fanga úr landi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að ekki hafi komið til sérstakrar skoðunar að semja við önnur ríki um að hýsa fanga með erlendan ríkisborgararétt sem hlotið hafa dóm hér á landi. Hins vegar sé sjálfsagt að skoða það.

Guðrún segir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í umfjöllun blaðsins er bent á að sífellt fleiri lönd séu farin að skoða þennan möguleika og eru Eistland og Bretland til dæmis í þeim hópi. Eistar eru sagðir tilbúnir að bjóða öðrum Evrópuríkjum að semja við landið um að hýsa fanga og þá er dómsmálaráðherra Bretlands einnig að skoða þennan möguleika þar sem fangelsi í Bretlandi eru orðin full.

Guðrún segir þetta ekki hafa verið skoðað hér á landi en virðist vera opin fyrir því.

„Það hefur ekki komið til sérstakrar skoðunar í dómsmálaráðuneytinu að semja við önnur ríki um að hýsa fanga með erlendan ríkisborgararétt, og engin kostnaðargreining hefur farið fram á slíku úrræði hingað til. Hins vegar finnst mér sjálfsagt að skoða slík úrræði, enda er ljóst að sífellt fleiri lönd eru farin að skoða þennan möguleika, í ljósi aukins þrýstings á fangelsiskerfin um allan heim. Sérstaklega í tilfellum fanga sem komu hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda glæpi og hafa engin önnur tengsl við Ísland,“ segir hún við Morgunblaðið.

Bent er á það í umfjöllun blaðsins að hlutfall erlendra ríkisborgara sem afplána dóm hér á landi hafi aldrei verið hærra en í fyrra. Þá er meðalbiðtími eftir afplánun hér á landi eitt ár og tíu mánuðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar