fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fréttir

Benedikt Sveinsson er látinn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2024 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Sveinsson, lögmaður og athafnamaður í Garðabæ, er látinn 86 ára að aldri. Benedikt lést á þriðjudagskvöld en hann var faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Greint er frá andláti Benedikts í Morgunblaðinu í dag.

Benedikt útskrifaðist frá MR árið 1958 og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1964. Þá nam hann viðskiptafræði í Bandaríkjunum og var hæstaréttarlögmaður frá 1969.

Hann stundaði lögmennsku ásamt skipasölu um árabil og var einn helsti forystumaðurinn í íslensku atvinnulífi um áratugaskeið. Hann sat í stjórnum margra fyrirtækja þar sem hann var iðulega stjórnarformaður, til dæmis Sjóvá, síðar Sjóvá-Almennar, Eimskip, Burðarás, Flugleiðir, Marel, SR mjöl, Granda og Nesskip.

Benedikt bjó í Garðabæ frá árinu 1966 og var áberandi í uppbyggingu þar. Hann var bæjarfulltrúi frá 1986 til 1998 og formaður bæjarráðs í tíu ár. Þá spilaði hann fótbolta með Val og var síðar ötull stuðningsmaður Stjörnunnar þar sem hann var sæmdur gullmerki félagsins.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Bene­dikts er Guðríður Jóns­dótt­ir og varð þeim þriggja sona auðið. Auk Bjarna eignuðust þau Svein sem er tölvunarfræðingur, og Jón sem er rafmagnsverkfræðingur. Barnabörn þeirra eru átta og barnabarnabörn fjögur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál
Fréttir
Í gær

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi

Fólk í áfalli eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð

Hinn látni í slysinu á Fossá lögreglumaður frá Hong Kong – Eiginkona hans alvarlega slösuð