Hugveitan segir að þessi tímamörk séu líkleg vegna þess að eftir 2026 muni Rússar líklega glíma við efnahagsvanda og takmarkaða getu hersins. Þetta muni hafa áhrif á getu þeirra í stríðinu í Úkraínu.
ISW bendir einnig á að Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hafi sagt að Rússar telji 2025 afgerandi ár fyrir stríðið.
Hann sagði að ef þeir nái ekki að sigra í stríðinu muni það grafa undan metnaði þeirra um að verða stórveldi á alþjóðasviðinu.
Kiyv Independent segir að hann hafi einnig sagt að rússneskur almenningur hafi misst trúna á að hann lifi í öruggu landi. Það sé mikilvægasti árangurinn sem Úkraínumenn hafi náð með árásum sínum á Rússland.