fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Langtímaveikindi starfsfólks kosta Reykjanesbæ stórfé

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 18. september 2024 11:30

Ráðhús Reykjanesbæjar. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær var meðal annars tekið fyrir mál sem rætt var á fundi menntaráðs bæjarins í síðustu viku. Málið varðar mikil langtímaveikindi meðal starfsfólks á menntasviði bæjarins, en þeirra á meðal er fólk sem starfar í leik- og grunnskólum í bænum. Kostnaðurinn fyrir bæinn vegna þessa er orðinn mikill og stefnir í 200 milljónir króna á þessu ári. Rætt var á fundum menntaráðs og bæjarstjórnar um leiðir til að takast á við þennan vanda.

Helgi Arnarson sviðstjóri menntasviðs ræddi málið við menntaráð, á fundi þess, í tengslum við ramma menntasviðs fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025. Í kjölfar umræðnanna var bókað í fundargerð að menntaráð legði til að í ljósi kostnaðar, sem áætlaður er í ár vegna langtímaveikinda starfsfólks menntasviðs Reykjanesbæjar, að skoðað verði hvort ekki sé heppilegt að ráða starfsmann í mannauðsdeild bæjarins sem sé ætlað að hafa sérstaka umsjón með mannauðsmálum menntasviðs. Með þessu sé mögulegt að bæta líðan starfsfólks sviðsins og þannig lækka þann kostnað sem hljótist af langtímaveikindum starfsfólks sem stefni í 200 milljónir á árinu 2024.

Greina vandann

Málið var síðan rætt á bæjarstjórnarfundi í gær. Á fundinum bókaði Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi Umbótar um málið og tók heilshugar undir að þörf væri á að hlúa betur að starfsfólki menntasviðs og ráða starfsmann til að sinna því hlutverki:

„Það þarf að greina þann vanda sem er nú til staðar hjá starfsfólki menntasviðs, hver er ástæðan á bakvið öll þessi langtímaveikindi. Eins og staðan er í dag þá erum við að tala um 200 milljónir í greiðslur til starfsfólks sem hefur farið í langtímaveikindi. Miðað við þann kostnað sem hlýst af langtímaveikindum þá sjáum við að það endurspeglar starfsaðstæður kennara og það þarf svo sannarlega að hlúa betur að þeim.“

Hækkandi kostnaður

Sverrir Bergmann Magnússon bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menntaráðs hafði fyrr á bæjarstjórnarfundinum greint frá því að kostnaður bæjarins árið 2023 vegna langtímaveikinda starfsfólks hefði verið 136 milljónir króna. Því er ljóst að það stefnir í töluverða hækkun á þessum kostnaði í ár. Nái hann 200 milljónum króna eins og sagt er stefna í verður um 47,1 prósent hækkun að ræða.

Minnti Sverrir enn fremur á að í mannauðsdeild  Reykjanesbæjar starfi nú 2 starfsmenn. Ekki eru upplýsingar á reiðum höndum á heimasíðu bæjarins um hver heildarfjöldi starfsmanna er og hversu margir þeirra starfa á menntasviði en þó kemur til að mynda fram að bærinn starfrækir 7 grunnskóla og 12 leikskóla. Ljóst er því að fjöldi starfsmanna menntasviðs er líklega töluvert meiri en fjöldi starfsmanna mannauðsdeildar og því ærið verkefni fyrir þá síðarnefndu að hlúa að hinum fyrrnefndu. Gera verður því ráð fyrir að Sverrir hafi minnt á þetta til að leggja áherslu á þörf þess að ráða nýjan starfsmann í mannauðsdeildina.

Hann sagði einnig að önnur sveitarfélög á landinu sem væru sambærileg Reykjanesbæ að stærð væru með fleiri starfsmenn í sínum mannauðsdeildum. Hjá Hafnarfjarðarbæ séu þeir 5, hjá Akureyrarbæ 4 og í Mosfellsbæ væru þeir 3.

Málið var ekki rætt frekar á bæjarstjórnarfundinum og ekki er ljóst á þessari stundu hvort tillaga menntaráðs um að ráða nýjan starfsmann í mannauðsdeild, vegna þessara miklu og kostnaðarsömu langtímaveikinda starfsfólks menntasviðs Reykjanesbæjar verður að veruleika.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“