fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Kæra Hagkaup til lögreglu fyrir netsölu áfengis – „Þetta eru jafn flókin brot og einföld umferðarlagabrot“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. september 2024 18:00

Árni segir málið ekki flókið og ætti ekki að taka langan tíma í rannsókn. Myndir/Maggi Gnúsari/Krýsuvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa kært verslunina Hagkaup til lögreglu vegna opnunar netverslunar með áfengi. Fulltrúar samtakanna funduðu einnig með þingmönnum stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í dag.

Hagkaup opnaði netverslun með áfengi fyrir tæpri viku, fimmtudaginn 12. september. Að sögn verslunarinnar hefur salan farið vel af stað og um tíma hrundi áfengissöluvefurinn.

Opnunin hefur mætt mikilli andstöðu lýðheilsu og forvarnarþenkjandi fólks sem segja hana lögbrot. Tveimur dögum eftir opnunina kærðu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum Hagkaup til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta var hefðbundin ábending um að þarna færi fram ólögleg áfengissala,“ segir Árni Guðmundsson, formaður samtakanna. Kæran var send í gegnum ábendingavef lögreglunnar. Fékk Árni strax svar um að ábendingin væri móttekin og að málið færi í farveg.

Ætti ekki að taka langan tíma

Um miðjan ágúst var greint frá því að langvinn lögreglurannsókn gegn þremur aðilum sem selt hafa áfengi á netinu sé á lokastigi. Fljótlega yrði málið sent til ákærusviðs. Árni segir að málið gegn Hagkaupum ætti ekki að taka svo langan tíma í rannsókn.

„Hin málin eru í ferli. Það ætti ekki að fara mikil vinna í að rannsaka sambærileg brot og eru í kæruferli. Þetta lýtur allt að 10. grein áfengislaga. Það væri undarlegt ef það tæki fjögur ár að rannsaka Hagkaup. Þetta eru jafn flókin brot og einföld umferðarlagabrot,“ segir Árni. Segist hann ekki eiga von á öðru en að lögreglan bretti upp ermarnar og klári þetta mál strax.

Sjá einnig:

Lögreglurannsókn á lokastigi á sama tíma og Hagkaup boðar áfengissölu í Skeifunni

Foreldrasamtökin létu ekki þar við sitja. Funduðu þau með fulltrúum stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Skriflega var óskað eftir því í mars að nefndin tæki netsölu einkafyrirtækja á áfengi til skoðunar. En samtökin hafa verið í svokallaðri breiðfylkingu heilbrigðis og forvarnarstétta í þessari baráttu. Það er með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélagi Íslands, SÁÁ, Sjúkraliðafélagi Íslands og mörgum öðrum félögum.

Ráðherrar vanrækt skyldu sína

Í punktum fyrir fundinn, sem birtir eru á heimasíðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir meðal annars að bæði fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra hafi í fjölmörg ár vanrækt skyldu sína. Sem fjármálaráðherra hafi Bjarni Benediktsson stöðvað málarekstur ÁTVR gegn einkaaðilum og því ekki fengist efnisleg niðurstaða í málin. Fleiri yfirvöld hafi einnig brugðist í málinu.

„ÁTVR kærði netsölur 16. júní 2020. Síðan eru liðin á fimmta ár. Eftir eftirrekstur brást Ríkissaksóknari loks við og er farinn að spyrja lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hvenær ljúka eigi málinu. Nú hefur komið fram opinberlega að tvö netsölumál eru fullrannsökuð og komin til ákærusvið. Því skal skotið að hér að þrátt fyrir þetta ákveður Hagkaup að hefja áfengissölu, vitandi að kæra ÁTVR er komin á ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og það styttist vonandi í niðurstöðu þar,“ segir á vef samtakanna. „Við gefum lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur ekki komist að niðurstöðu í á fimmta ár, falleinkunn í þessu máli. Að okkar mati er ekki hægt að útskýra þennan rannsóknartíma. Kannski hefði mátt útskýra nokkra mánuði, tæpast ár. En þessi tími er algerlega óeðlilegur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi