fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Bergþór hélt að þetta væri versta ríkisstjórn sögunnar en nú er hann ekki lengur viss

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. september 2024 09:30

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segist ekki vera viss lengur hvaða ríkisstjórn séu versta í lýðveldissögunni. Bergþór skrifar grein um þetta í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýni núverandi ríkisstjórn harðlega.

„Ég hef lengi verið þeirr­ar skoðunar að hin nor­ræna vel­ferðar­stjórn Jó­hönnu og Stein­gríms væri versta rík­is­stjórn lýðveld­is­sög­unn­ar og taldi raun­ar (og vonaði) að um það sæti yrði aldrei raun­veru­leg keppni, en nú er ég ekki leng­ur al­veg viss,“ segir hann.

Hann segir að það sé eig­in­lega sama hvert litið er nú um stund­ir, nær allt sé að fær­ast til verri veg­ar und­ir nýj­ustu vinstri­stjórn Íslands, þeirri sem nú starfar und­ir for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ segir Bergþór og nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings.

Í fyrsta lagi nefnir hann að orkuskortur sé nú orðinn regla hér á landi en ekki undantekning. Landsnet spáir viðvarandi orkuskorti til ársins 2029, eða til lokaárás næsta kjörtímabils. Í öðru lagi nefnir hann stöðu húsnæðismála og segir að hún hafi sennilega aldrei verið snúnari fyrir fyrstu kaupendur á meðan vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og lóðaskortur hamli uppbyggingu.

Talar en gerir ekkert

Hann heldur svo áfram:

„Stjórn­laus vöxt­ur rík­is­út­gjalda viðheld­ur mikl­um verðbólgu­vænt­ing­um sem frest­ar því að Seðlabank­inn hefji vaxta­lækk­un­ar­ferli. Fyr­ir­tæki og heim­ili lands­ins hafa því lifað við 9,25% meg­in­vexti í rúm­lega ár! Stjórn­laus út­gjalda­vöxt­ur og al­mennt virðing­ar­leysi fyr­ir skatt­fé ein­kenn­ir rík­is­stjórn­ina sem beit svo höfuðið af skömm­inni ný­lega með því að und­ir­rita upp­færðan sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins með út­gjaldaplani upp á 311 millj­arða. Upp­hæð sem ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar sögðu strax að myndi hækka. Svo skal ekki gleyma að ríkið tók á sig reikn­ing­inn fyr­ir rekstri borg­ar­línu Dags B. Eggerts­son­ar í leiðinni.“

Bergþór segir síðan að við blasi „raunverulegt hamfaraástand“ í menntamálum þar sem lífsgæðum barna okkar er teflt í tvísýnu en ekkert gerist. Samt sé boðið upp á sérstakan ráðherra barnamála sem hann segir tala en gera ekkert.

367 dagar eftir

„Svo eru það út­lend­inga­mál­in, sem ný rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar ætlaði svo­leiðis að taka föst­um tök­um og koma bönd­um á stjórn­laust ástand í þágu ís­lensku þjóðar­inn­ar. En áður en maður gat blikkað auga ákvað dóms­málaráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins að hafa óeðli­leg af­skipti af lög­regl­unni án nokk­urr­ar laga­heim­ild­ar eða mál­efna­legr­ar ástæðu (eins og ráðherr­ann sagði sjálf­ur) – þegar hann stöðvaði brott­flutn­ing fólks sem dvel­ur á Íslandi þvert á lög og rétt, eft­ir úr­lausn­ir á öll­um stig­um. Þar var í einu vet­fangi vegið að trausti til lög­regl­unn­ar og því kerfi sem lög­gjaf­inn hef­ur þó sett um meðferð út­lend­inga­mála. Allt til að þókn­ast Vinstri-græn­um, sem gerðu bara enn eina kröf­una,“ segir Bergþór.

Hann segir að það virðist vera alveg sama hvað VG gerir – Sjálfstæðisflokkurinn leggst flatur.

„Þá skipta engu stjórn­ar­skrár­var­in rétt­indi, eins og í hval­veiðimál­inu, orkuþörf lands­ins eða lög, regla og jafn­ræði í út­lend­inga­mál­um. Allt til að halda lífi í rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og sósí­al­ista – já og auðvitað Fram­sókn­ar. En þetta er jú allt að koma – það eru bara 367 dag­ar eft­ir af þessu bíói.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti