fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

ASÍ segir Quang Le viðhafa lygar og rógburð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. september 2024 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ASÍ segir í yfirlýsingu að athafnamaðurinn Quang Le hafi viðhaft ósönn ummæli og rógburð um starfshætti sambandsins í viðtali við Mbl.is.

Quang Le er nú laus úr gæsluvarðhaldi en hann var hnepptur í það í kjölfar rannsóknar á viðskiptaháttum hans en hann hefur verið sakaður um meðal annars vinnumansal og peningaþvætti.

Í viðtalinu segir meðal annars:

„Quang Le seg­ir að ASÍ hafi margsinn­is talað við starfs­fólk á hans veg­um og reynt að sann­færa það um að snú­ast gegn vinnu­veit­anda sín­um.

Hann tel­ur að ASÍ hafi gert starfs­fólki ljóst að ef það myndi votta fyr­ir meint brot hans gæti það átt háa kröfu í þrota­bú fé­laga í hans eigu en eign­ir þar eru um­tals­verðar og ábyrgð rík­is­ins á launakröf­um sterk.

Þá seg­ir hann ASÍ hafa hótað fólki því að reka það úr landi nema það myndi spila með.

Nefn­ir hann að einn starfsmaður verka­lýðssam­bands­ins, Adam Kári Helga­son, af kjara­sviði ASÍ, sem var einn viðmæl­enda Kveiks sem gerði fréttaþátt um meint af­brot Quang Le, hafi gengið sér­stak­lega hart fram og jafn­vel tjáð starfs­fólki fyr­ir fram að hann ætlaði að „taka Quang Le niður“.“

ASÍ segir þetta ósatt og fela í sér rógburð:

Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði.

Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og  ósönn. 

 ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði.

Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi