fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Rannsaka enn hvar stúlkunni var ráðinn bani

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 12:47

Nærri rannsóknarvettvangi lögreglu, skammt norðan við Kleifarvatn. Mynd: Skjáskot/Google Earth.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns er ekki tímabært að gefa neitt út um raunverulegan vettvang andláts stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg á sunnudagskvöldið. Faðir stúlkunnar, Íslendingur á fimmtugsaldri, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða valdur að láti stúlkunnar sem hann hafði í umgengni á sunnudaginn. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Ekki hafa frekari handtökur farið fram en Grímur sagði í gær við Vísi að ekki væri grunur um að sakborningar málsins séu fleiri, en í samtali við mbl.is í dag segist hann ekki úttala sig um þann möguleika en vel geti gerst við rannsókn mála að fleiri verði handteknir.

Grímur Grímsson segir lítið nýtt að frétta í málinu sem ekki hafi áður komið fram og sagði aðspurður að meðal þess sem er til rannsóknar sé hvar stúlkan lét lífið. „Það er ekki tímabært að gefa neitt út um það. Það er bara til rannsóknar en auðvitað höfum við ákveðnar kenningar um hvað er líklegt í því samhengi en það er enn til rannsóknar,“ sagði Grímur um það hvort stúlkunni var ráðinn bani í hrauninu við Krýsuvíkurveg eða annars staðar. Ekki hafa frekari skýrslutökur farið fram en hingað til hefur faðirinn lítið viljað tjá sig.

Snorri Sturluson, verjandi föðurins, segir föðurinn ekki mótmæla gæsluvarðhaldskröfu en formlegur kærufrestur til Landsréttar rennur út á fimmtudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“