fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Fleiri fá réttarstöðu sakbornings í Símamálinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 17:51

Arnar Þórisson og Þóra Arnórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri blaðamenn bætast á lista þeirra sem eru með réttarstöðu sakbornings í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Arnar Þórisson, yfirframleiðandi fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV og Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar og fyrrum ritstjóri Kveiks, voru yfirheyrð vegna málsins í síðustu viku. Þóra hefur áður verið yfirheyrð, en þetta er í fyrsta sinn sem Arnar er boðaður til yfirheyrslu.

Gögn úr síma Páls voru hluti af umfjöllun fjölmiðla um skæruliðadeild Samherja. Heimildin var fyrst til að fjalla um málið, og aðrir miðlar tóku umfjöllunina upp, þar á meðal RÚV.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang við rannsókn málsins, bæði af blaðamönnum sem hafa réttarstöðu sakborninga, og Páli sjálfum, en rúm þrjú ár eru liðin frá því umfjöllun birtist fyrst um málið.

Samkvæmt heimildum DV áætlar lögreglan á Norðurlandi eystra að niðurstaða rannsóknar muni liggja fyrir eftir 2 til 3 vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“