fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Fleiri fá réttarstöðu sakbornings í Símamálinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 17:51

Arnar Þórisson og Þóra Arnórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri blaðamenn bætast á lista þeirra sem eru með réttarstöðu sakbornings í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Arnar Þórisson, yfirframleiðandi fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV og Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar og fyrrum ritstjóri Kveiks, voru yfirheyrð vegna málsins í síðustu viku. Þóra hefur áður verið yfirheyrð, en þetta er í fyrsta sinn sem Arnar er boðaður til yfirheyrslu.

Gögn úr síma Páls voru hluti af umfjöllun fjölmiðla um skæruliðadeild Samherja. Heimildin var fyrst til að fjalla um málið, og aðrir miðlar tóku umfjöllunina upp, þar á meðal RÚV.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang við rannsókn málsins, bæði af blaðamönnum sem hafa réttarstöðu sakborninga, og Páli sjálfum, en rúm þrjú ár eru liðin frá því umfjöllun birtist fyrst um málið.

Samkvæmt heimildum DV áætlar lögreglan á Norðurlandi eystra að niðurstaða rannsóknar muni liggja fyrir eftir 2 til 3 vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“