fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Telur eiginkonu sína hafa notað sig og stefnir henni til lögskilnaðar – Komst að framhjáhaldi skömmu eftir giftinguna

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. september 2024 11:30

Konan veit ekki hvar í heiminum eiginkona sín er niðurkomin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fertugsaldri hefur stefnt konu þrítugsaldri til skilnaðar. Telur hún eiginkonu sína hafa notað sig til þess að fá heimild til að dvelja í Evrópu. Skömmu eftir hjónabandið hafi hún haldið fram hjá henni.

Báðar konurnar eru fæddar í Kólumbíu. Samkvæmt stefnunni flutti hin eldri til Íslands árið 2009 og öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Hún á eitt barn úr fyrra sambandi sem er jafn framt íslenskur ríkisborgari.

Varð ástfangin

Hin eldri kynntist þeirri yngri þegar hún var í ferðalagi í Kólumbíu. Þær héldu sambandinu áfram og hin eldri varð ástfangin af þeirri yngri. Í desembermánuði árið 2022 giftust þær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í sama mánuði sóttu þær um dvalarleyfi fyrir þá yngri og var það veitt til bráðabirgða á meðan mál hennar var í vinnslu.

Skömmu eftir þessa gjörninga komst hin eldri hins vegar að því að hin yngri hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og væri að stunda framhjáhald.

Í lok árs 2022, örfáum vikum eftir giftinguna, fór hin yngri frá Íslandi án þess að láta eiginkonu sína vita. Sagði hún hins vegar tengdamóður sinni að hún ætlaði til Spánar og þaðan til Kólumbíu.

Veit ekki hvar hún er

Í stefnunni segir að hin eldri telji að giftingin hefði verið til málamynda og að hún hafi verið notuð, fyrir þá yngri til þess að fá heimild til að dvelja í Evrópu. Hin eldri hafi reynt að finna hina yngri til þess að fá lögskilnað en það hafi ekki gengið eftir. Segir að hin eldri viti ekkert hvar eiginkona sín sé niðurkomin eða haldi heimili. Hún hafi ekki neinn annan kost en að höfða mál til lögskilnaðar.

Reyndi hún að fá stefnuna birta á það heimilisfang sem hin yngri bjó í í Kólumbíu þegar þær kynntust. En kólumbíska ríkið heldur ekki úti þjóðskrá líkt og hið íslenska og því ekki hægt að fá liðsinni þaðan.

Engar eignir

Hin eldri segist í stefnunni ekki gera neinar fjárkröfur á þá yngri. Þær hafi aldrei verið með sameiginlegan fjárhag og hvorugar þeirra eigi nokkrar eignir.

Með fyrirkalli er hinni yngri gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur 5. nóvember næstkomandi. Ef ekki verður mætt af hennar hálfu má búast við að útivistardómur gangi í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“