Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Said Khakim. Khakim er þrítugur og kemur frá Afganistan. Hann er um 180 sm á hæð og síðast er vitað um ferðir hans í Reykjanesbæ þann 25. ágúst sl.
Lögreglan þarf nauðsynlega að ná tali af honum samkvæmt tilkynningu og eru þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Khakim eða vita hvar hann er niðurkominn er beðin um að hringja í lögreglu í síma 444-1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is