Í kjölfar forsetakappræðna Kamölu Harris og Donald Trump á dögunum vakti það mikla athygli að stórstjarnan Taylor Swift lýsti yfir stuðningi sínum við Harris. Töldu margir að þar væri um sannkallaðan hvalreka að ræða fyrir Harris en annað virðist vera að koma á daginn.
Ný skoðanakönnun YouGov virðist benda til þess að stuðningsyfirlýsing Swift fæli þá frekar frá því að kjósa Harris. Átta prósent svarenda segja að þeir séu líklegri til þess að kjósa Harris út af stuðningi Swift. Mun fleiri, eða um 20% segja hins vegar að þeir séu líklegri til þess að kjósa Harris ekki út af stuðningi Swift.
Yfirgnæfandi meirihluta, eða 66%, segja að stuðningur Swift hafi hins vegar engin áhrif á sig.