fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Sjórinn blóðrauður í grindhvaladrápi – „Skammist ykkar“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. september 2024 12:30

Færeyingjar bera fyrir sig að grindhvaladráp sé hefð. Myndir/Paul Watson Foundation

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlegt grindhvaladráp fór fram í Sálabotnum á Austurey í Færeyjum um síðustu helgi. Andstaða heimamanna er að aukast en veiðimenn veiddu tegund sem ekki hefur verið veidd áður.

Breska blaðið Daily mail greinir frá þessu.

„Hver er svangur? Skammist ykkar,“ sagði Tórun Beck, íbúi í Skálabotnum, á samfélagsmiðlum eftir grindhvaladrápið sem fór fram laugardaginn 7. september. Það sem var óvenjulegt var að 156 leiftrar voru drepnir, lítil höfrungstegund sem Færeyingar eru ekki vanir að drepa. „Það átti ekki að reka grindhvali upp á land í síðustu viku af því að það var nóg til. En nú eruð þið að drepa leiftra líka.“

Grindhvaladráp þykir mörgum grimmdarlegt. Mynd/Paul Watson Foundation

Annar íbúi, Tóta Árnadóttir, tók í sama streng. „Ég held að þeir [hvalirnir] myndu veita meiri gleði ef við sem búum við fjörðinn fengjum að horfa á þá,“ sagði hún.

„Það er ekki hefð hér að drepa leiftra og ég skil ekki af hverju við gerum það núna,“ sagði Irdi Jacobsen.

Gagnrýni á grindhvaladráp Færeyinga hefur aukist ár frá ári. Þykir aðferðin einkar grimmdarleg. Hvalavaðan er rekin upp í fjörur og þar eru hvalirnir skornir, kálfar við hliðina á mæðrum sínum. Færeyingar bera fyrir sig að um sé að ræða hefð og að þetta veiti íbúunum mat. Dýraverndunarsinnar hafa hins vegar bent á að það sé engin þörf á að gera þetta lengur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“