fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Fréttir

Leigusali fór ekki eftir leigusamningi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. september 2024 11:30

Kærunefnd húsamála er til húsa að Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ónefnt fyrirtæki hafi innheimt verðbætur af leigjanda íbúðar, sem ónefnd kona var að leigja af því, í trássi við ákvæði leigusamningsins.

Leigusamningurinn var ótímabundinn og gerður í ágúst 2022 en verðbætur voru innheimtar ásamt leigu frá 1. desember 2023 en leigjandinn kærði málið til nefndarinnar í janúar 2024.

Umsamin leigufjárhæð hafði verið 220.000 krónur á mánuði og var hún óbreytt þar til 1. desember 2023 þegar leigjandinn var krafin skyndilega um 236.928 krónur. Var þá að sögn leigjandans vísað í óræðna heimild í leigusamningnum um að komi til verulegra breytinga á verðlagi sé heimilt að endurskoða leiguverðið en leigjandinn sagði að slík endurskoðun hafi aldrei farið fram.

Leigjandinn sagðist hafa leitað skýringa hjá leigusalanum en erfitt hafi reynst að fá svör. Aðeins hafi verið sett bréf fyrir utan íbúðina 17. nóvember 2023 þar sem upplýst hafi verið að fyrirtækið væri að skipta um viðskiptabanka og að leigan kæmi framvegis sem krafa í heimabanka. Í kjölfarið hafi krafan verið sett í heimabanka hennar þar sem leigan hafi verið uppreiknuð miðað við vísitölu neysluverðs frá upphafi leigusamnings, án þess að hún hafi verið upplýst um það fyrir fram. Þegar loks hafi fengist skýringar vegna þessarar einliða hækkunar hafi fyrirtækið annars vegar vísað til vísitölu neysluverðs og hins vegar ákvörðunar af hálfu viðskiptabanka þess.

Engin heimild og vitlaus vísitala

Leigjandinn sagði í sinni kæru að heimildina í leigusamningnum til endurskoðunar leigunnar hafi ekki verið hægt að túlka sem afdráttarlausa heimild leigusalans til að taka einhliða ákvörðun um hækkun. Í húsaleigulögum sé sérstaklega reynt að stemma stigu við slíku með því að taka það sérstaklega fram að eigi leiguverð að taka breytingum meðan á leigutíma standi skuli sérstaklega tilgreina það í leigusamningi.

Í leigusamningnum sem um ræðir hafi aðeins verið tilgreind heimild til endurskoðunar og leigan þar með ekki beinlínis bundin ákveðinni vísitölu heldur sé áskilnaður um að heimilt sé að endurskoða hana með tilliti til vísitölubreytinga neysluverðs. Þar til slíkar viðræður hafi átt sér stað eigi leigan að haldast óbreytt. Leigjandinn greiddi hina hækkuðu leigu en þó með fyrirvara um lögmæti hækkunarinnar.

Leigusalinn veitti ekki mjög löng andsvör fyrir nefndinni en sagði að innheimtan yrði leiðrétt og að bankinn hafi reiknað hærri vísitölu en leigusamningurinn kveði á um.

Í niðurstöðu sinni tók kærunefnd húsamála undir með leigjandanum. Samkvæmt leigusamningnum gat aðeins komið til innheimtu verðbóta ef verulegar breytingar yrðu á verðlagi. Þótt samið hafi verið um að leigufjárhæðin gæti tekið breytingum á leigutíma með hliðsjón af breytingum á vísitölu neysluverðs hafi leigusalinn ekki lagt fram gögn sem hafi sýnt fram á að verulegar breytingar hafi orðið á verðlagi þannig að heimilt hafi verið að endurskoða leiguna. Ákvæðið í leigusamningnum hafi ekki heldur falið í sér rétt til einhliða hækkunar fyrirvaralaust heldur hafi leigusalinn orðið að tilkynna leigjandanum fyrir fram að bæta yrði verðbótum við leiguna vegna verulegra breytinga á verðlagi.

Fyrirtækið þarf því að endurgreiða leigjandanum verðbæturnar, alls 34.568 krónur, auk dráttarvaxta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kristján Berg svekktur: „Þetta eru sorglegar fréttir“

Kristján Berg svekktur: „Þetta eru sorglegar fréttir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir ræðu biskups á þingsetningunni – Hafi lagt út af „fordómafyllstu falsfrétt sögunnar“

Gagnrýnir ræðu biskups á þingsetningunni – Hafi lagt út af „fordómafyllstu falsfrétt sögunnar“