fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Trump stofnar dularfullt bitcoin fyrirtæki – Felur slóð þess á Íslandi eins og margir netglæpamenn hafa gert

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. september 2024 11:30

Fyrirtækið verður opnað á mánudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt rafmyntafyrirtæki í eigu fjölskyldu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, notar íslenska skráningarsíðu til að fela slóð sína líkt og mörg netglæpafyrirtæki hafa gert á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hver tilgangur fyrirtækisins er.

Trump tilkynnti stofnun fyrirtækisins, World Liberty Financial, og sagði að það ætti að vera valkostur við hefðbundna banka. Í fyrirtækinu á að nota rafmyntir eins og bitcoin í stað hefðbundinna gjaldmiðla.

„Við erum að taka á móti framtíðinni með rafmyntum og skilja hina hægu og gamaldags stóru banka eftir,“ sagði forsetinn eins og greint var frá á miðlinum Bitcoin News. Sagði hann að fyrirtækið myndi hefja starfsemi á mánudag, 16. september og verður streymt frá opnuninni á samfélagsmiðlinum X.

Synir hans, Eric Trump og Donald Trump Jr., hafa einnig birt færslur á samfélagsmiðlum um þetta dularfulla fyrirtæki, World Liberty Financial.

Kalkofnsvegur

Greint er frá því í Newsweek að heimasíða World Liberty Financial er ekki skráð í Bandaríkjunum heldur á Íslandi. Það er hjá fyrirtækinu Withheld for Privacy sem felur netslóðir heimasíðna.

Sjá einnig:

Netglæpamenn földu slóð sína á Íslandi – Vildu helminginn fyrir fram

DV og fleiri íslenskir miðlar hafa áður fjallað um Withheld for Privacy, sem er skráð til heimilis að Kalkofnsvegi 2 í Reykjavík. Það er í skrifstofuhóteli Regusar að Hafnartorgi.

Withheld for Privacy er fjarskrifstofa frá bandarísku fyrirtæki skráðu í Arizona fylki sem kallast Namecheap og skráður eigandi þess er mexíkóskur maður að nafni Sergio Regoya Hernandez.

Mörg fjársvikamál

Mörg mál hafa komið upp þar sem netglæpamenn hafa falið slóð sína í gegnum þetta fyrirtæki Withheld for Privacy.

Á meðal síðna sem fyrirtækið hefur hýst eru síður rússneskra fjársvikamenna sem herjuðu á ástralska sparifjáreigendur, síður nýnasista sem sviku fé út úr transfólki með því að þykjast selja hormónalyf án lyfseðils og fjársvikamanna sem þóttust selja heimilistæki í Nebraska. Síðast en ekki síst má nefna mál netglæpamanna frá Norður Makedóníu sem plötuðu stuðningsfólk Donald Trump með því að selja svokölluð Trump-debetkort sem áttu að innihalda mikið fé á framtíðarvirði.

Íslenska lögreglan fær reglulega fyrirspurnir frá lögregluembættum um allan heim vegna Withheld for Privacy. Rannsókn var opnuð en hefur síðan verið lokað þar sem ekkert er í íslenskum lögum sem bannar fyrirtækinu að skrá heimasíður glæpamanna hér. Engin gögn séu hýst á landinu.

Sjá einnig:

Svindlað á stuðningsfólki Trump í gegnum Kalkofnsveg – „Það er ekkert sem bannar þetta samkvæmt íslenskum lögum“

Málið hefur einnig verið rætt í ráðuneytum og niðurstaðan sú að það þyrfti lagabreytingu til þess að losna við þessa starfsemi. Hefur lögreglan látið útbúa sérstakt skjal um Withheld for Privacy sem hún sendir erlendum lögregluembættum þegar fyrirspurnir berast.

Svara engum spurningum

Ekki er vitað til þess að World Liberty Financial hafi eitthvað illt í hyggju eins og áðurnefndir netglæpamenn sem hafa falið slóð sína á Íslandi. En spurningar hafa vaknað um hvers vegna fyrirtækið sé yfirleitt að fela slóð sína.

Í frétt Newsweek um málið kemur fram að hvorki Donald Trump né nokkur annar forsvarsmaður World Liberty Financial hafi viljað svara spurningum um tilgang og starfsemi fyrirtækisins. Withheld for Privacy og Namecheap hafa heldur ekki svarað neinum spurningum.

Nefnt er að síðunni ScamAdviser, þar sem hægt er að fletta upp hvort að netfyrirtæki séu vafasöm, er Withheld for Privacy flokkað sem „grunsamlegt“ og í skýrslu segir að „þessi skráningaraðili er með háa prósentu af spömmurum og netsvikasíðum.“ Nefnd eru mörg dæmi því til stuðnings.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi

Öfgahægrið styrkist í Rússlandi