fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Þýskur sérfræðingur segir að breytingar á hafstraumum gætu orðið katastrófa fyrir Ísland

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2024 13:00

Stefan Rahmstorf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefan Rahmstorf, hafeðlis- og loftslagsfræðingur, segir að ef allt fer á versta veg fyrir Ísland gætu veturnir orðið allt að tíu gráðum kaldari en nú er. Stefan lýsir þessu í samtali við Heimildina í dag en í blaðinu er fjallað með ítarlegum hætti um afleiðingar loftslagsbreytinga og þær hættur sem steðja að Íslandi vegna þeirra.

Heimildin ræðir við fjölmargra sérfræðinga á þessu sviði og er Stefan í þeim hópi. Hann er virtur sérfræðingur á sviði loftslagsmála og var í hópi þeirra sem fengu friðarverðlaun Nóbels árið 2007.

Ein af afleiðingum hlýnunar jarðar eru breytingar á hafstraumum sem aftur hafa mikil áhrif á veðurfar. Í umfjöllun Heimildarinnar er bent á að Ísland sé við hinn svokallaða „bláa blett“ sem er eina svæði jarðar þar sem loftslag kólnar í stað þess að hitna.

Í umfjöllun Heimildarinnar er bent á að Stefan hafi nýlega kynnt fræðigrein sína um líkurnar á því að hin svokallaða veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) brotni niður. Hringrásin stuðlar meðal annars að flutningi hlýs yfirborðssjávar í norður og djúpstreymi kaldari sjávar suður. Hringrásin hefur veikst á síðustu áratugum og virðist „blái bletturinn“ vera til marks um það.

En hvað gerist ef algjört niðurbrot verður á þessu AMOC-kerfi?

Stefan stillir upp þremur sviðsmyndum í samtali við Heimildina og tekur sú fyrsta tillit til núverandi ástands og þeim breytingum sem hafa orðið síðustu áratugi, meðal annars með tilliti til „bláa blettsins“.

Önnur sviðsmyndin gerir ráð fyrir að „blái bletturinn“ kólni enn frekar og raunar virðast miklar líkur á að það gerist, jafnvel upp úr árið 2030. Þriðja sviðsmyndin gerir svo ráð fyrir algjöru niðurbroti sem tekið er fram að sé ólíklegri sviðsmynd en sviðsmynd tvö.

Í umfjölluninni er bent á að miðgildis hitastig Íslands yrði meira en 2 gráðum lægra en nú er og gætu veturnir hér á landi orðið allt að tíu gráðum kaldari en nú. Segir í greininni að veðurfar yrði stormasamt og öfgafullt og hitastigið færast nær því sem er á Svalbarða.

Nýjasta tölublað Heimildarinnar.

Forsíða nýjasta tölublaðs Heimildarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“