fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, segir sárt að horfa upp á gæðastigið á þeim sögugöngum sem ferðamönnum í Reykjavík er boðið upp á.

Stefán þekkir leiðsögumennskuna í borginni ágætlega enda hefur hann verið eftirsóttur leiðsögumaður í sögugöngum í borgarlandinu á liðnum árum.

Stefán segir frá því á Facebook að í gær hafi hann labbað með vinkvennahóp um miðbæinn. Ein þeirra hafi verið að fagna sextugsafmæli og það tekist frábærlega til í logni og hlýju veðri.

Sjálfur kveðst hann vera „lúxusgrís“ þegar kemur að sögugöngum og segir hann að 90% af þeim göngum sem hann tekur að sér séu með íslenskum hópum. Restinni sinni hann mest af meðvirkni eða greiðasemi.

„Það er einfaldlega hægt að segja heimafólkinu allt aðrar og flóknari sögur en túristunum. Ég geri mér grein fyrir að þessi munaðarstaða hangir saman við að ég sé með góða fyrirvinnu og fái mínar eigin tekjur að mestu annars staðar frá en úr götuleiðsögumennskunni.“

Skrökva frekar en að standa á gati

Hann segir að víða sé þó pottur brotinn þegar kemur að sögugögnum í borginni.

„Það er sárt að horfa upp á standardinn á þeim sögugöngum sem ferðamönnunum í Reykjavík er boðið uppá. Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar sem hafa fengið handrit í hendur í upphafi vertíðar og endursegja svo eftir minni og skrökva ef þurfa þykir frekar en að standa á gati, því leiðbeinendurnir hafa ráðlagt þeim að gera það til að fá meira þjórfé í vasann. Það er dapurlegt að við getum ekki sinnt þessari mikilvægu þjónustu betur og að fyrirtækjunum sem eru í þessum bransa sé alveg sama.“

Stefán bætir svo við í athugasemdum að hann sé að tala um hópana í miðbænum sem þrauka á þjórfénu sem þeir fá. „Það er mikill meirihluti söguganganna í Reykjavík. Sem er glatað.“

Hefur heyrt margt „nýtt“ um Ísland og Íslendinga

Fleiri en Stefán virðast kannast við þetta og segir Flosi Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SGS og ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton.JL, meðal annars: „Ég geng nokkuð oft fram hjá slíkum hópum í kringum minn vinnustað – og hef heyrt margt ,,nýtt“ um Reykjavík, Ísland og Íslendinga.“

Illugi Jökulsson rithöfundur rifjar svo upp eitt eftirminnilegt dæmi í athugasemdum:

„Ég gekk um daginn eftir Þingholtsstræti og var að ganga framhjá húsi Helga Helgasonar tónskálds þegar hópur kom askvaðandi með amerískan (held ég) fararstjóra. Hann stoppaði, benti og sagði: „This is the house of Helgi Helgason, he was a carpenter and a famous poet and he wrote the words to the Icelandic national anthem, in fact he wrote it in this house.“ Til að bíta hausinn af skömminni benti hann á vitlaust hús.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?