Þetta kemur fram að í fréttatilkynningu til fjölmiðla.
„Við fögnum því að geta loks boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa þjónustu. Hagkaup hefur alltaf haft hag viðskiptavina að leiðarljósi og verið í fararbroddi þegar kemur að verslunarfrelsi og nýjungum í verslun. Þessi nýja þjónusta er kærkomin viðbót fyrir þann stækkandi hóp sem sækist eftir auknum þægindum og tímasparnaði og getur núna keypt meira til heimilisins í einni ferð”, segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, í tilkynningunni.
Fyrirkomulag sölu verður á þann hátt að vörur eru keyptar á vefsíðunni veigar.eu með rafrænni auðkenningu til að staðfesta aldur kaupanda. Starfsfólk Hagkaups tekur svo til þær vörur og kemur þeim í “Dropp” box í þjónustuborði verslunarinnar.
Í tilkynningunni kemur fram að ef verslað er á tímanum 12 til 21 sé reiknað með stuttum afhendingartíma. Auk þess að geta sótt í Hagkaup Skeifu er hægt er að velja um afhendingu í Dropp box hringinn í kringum landið en sú afhending tekur lengri tíma. Þegar sendingin er sótt þarf aftur að auðkenna sig til að fá vöruna afhenta.
Í tilkynningunni kemur fram að strangar reglur séu um sölu og framsetningu áfengis á veigar.eu og er þannig leitast við að stuðla að ábyrgri kauphegðun:
Bent er á það að netverslunin Veigar sé níunda netverslunin með áfengi sem starfrækt er á Íslandi. Hún sé að flestu leyti sambærileg öðrum slíkum netverslunum sem starfræktar hafa verið hér um langt árabil og skapað mikilvægt fordæmi í verslun með áfengi hérlendis.
Í tilkynningunni er tekið fram að Veigar netverslun sé í eigu Hagar Wine B.V., dótturfélags Haga hf. Verslunin er starfrækt í Hollandi og lýtur þeim lögum og reglum sem gilda innan EES. Félagið skilar viðeigandi sköttum og gjöldum vegna sölunnar á Íslandi og eru Hagar hf. umboðsaðili félagsins í virðisaukaskatti.