fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Segja sviðna jörð liggja eftir veitingamanninn Elvar – Mótmæla launaþjófnaði fyrir framan veitingahúsið Ítalíu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 19:03

Elvar Ingimarsson rekur veitingahúsið Ítalíu og Geitina í Garðabæ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling stéttarfélag stendur í kvöld fyrir aðgerðum við veitingahúsið Ítalíu á Frakkastíg. Tilefnið, samkvæmt tilkynningu frá Eflingu, eru sögð ítrekuð og endurtekin brot veitingamannsins Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki veitingastaðarins. Segir í tilkynningunni að því fer fjarri að um sé að ræða einu brotin sem Elvar hefur gerst sekur um. Eftir hann sé sviðin jörð sambærilegra brota á fleiri veitingahúsum í rekstri Elvars á síðustu árum og hafi fjöldi félaga í Eflingu orðið fyrir barðinu á þeim.

Auk veitingahússins Ítalíu rekur Elvar, ásamt viðskiptafélaga sínum Björgvini Narfa Ásgeirssyni, veitingastaðinn Geitina í Garðabæ.

Sjá einnig: Erfiðleikar hjá veitingastaðnum Ítalíu sem skuldar laun – „Það er bara fyrir einhverja klikkhausa að standa í þessu“

Eflingafólk við upphaf mótmælanna

Starfsmenn ítrekað hlunnfarnir um laun

Í tilkynningu segir að hátt í fjörutíu Eflingarfélagar hafa leitað til stéttarfélagsins vegna aðskilinna kjarasamningsbrota og launaþjófnaðar á veitingahúsum í rekstri Elvars Ingimarssonar. Fullyrt er að ítrekað hafi starfsmenn verið hlunnfarnir varðandi launagreiðslur, bæði hvað við kemur launum vegna yfirvinnu, vinnu á rauðum dögum og dagvinnu. Sömuleiðis eru dæmi um að starfsmenn hafi fengið greidd laun undir taxta. Iðulega hafa laun verið greidd of seint, aðeins að hluta eða alls ekki.

Frá mótmælunum. Mynd: Efling/Sunna Björg

„Þetta hafði allt mjög vond áhrif á líf mitt“

Eflingarfélaginn Vitalii Shybka starfaði á veitingahúsinu Ítalíu. Hann lýsir því að hafa þurft að slá lán hjá vinum til að greiða leigu og kaupa nauðþurftir, vegna þess að laun hans voru ekki greidd. „Þetta hafði allt mjög vond áhrif á líf mitt. Vegna þessara fjárhagsvandræða komu brestir í samband mitt við kærustu mína sem ollu því að endingu að sambandinu lauk. Ég fann ekki aðra vinnu um töluvert langan tíma sökum þess að ég varð þunglyndur og neyddist til að sækja mér aðstoð fagfólks.“

 

Frá mótmælunum. Mynd: Efling/Sunna Björg

Alla jafna eru ekki gerðir skriflegir ráðningarsamningar við fólk sem hefur störf á veitingahúsum sem Elvar Ingimarsson rekur, starfsmenn fá sjaldan eða ekki afhenta launaseðla eða tímaskráningar. Ítrekuð vanskil hafa verið á greiðslum iðgjalda til stéttarfélagsins og dæmi eru um að ekki hafi verið staðin skil á staðgreiðslu af launum Eflingarfélaga, eða gengið hafi verið gegn óskum þeirra um nýtingu persónuafsláttar. Þannig sat Eflingarfélaginn Erik Krištovčo uppi með ríflega hálfrar milljóna króna skattaskuld þegar hann lét af störfum á veitingastaðnum Il Antico vegna þessarar framgöngu.

Dreifa upplýsingum til viðskiptavina Ítalíu

Tugir mála eru til meðferðar hjá vinnuréttarsviði Eflingar á hendur félögum Elvars Ingimarssonar og sjö hafa verið send áfram til lögfræðiþjónustu. Elstu málin sem komið hafa inn á borð stéttarfélagsins eru frá því í ágúst 2022 og hafa Eflingarfélagar leitað til vinnuréttarsviðs fram á þennan dag vegna sambærilegra brota.

Fyrrverandi starfsmenn veitingahúsa í rekstri Elvars Ingimarssonar, auk stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar stéttarfélags og annarra Eflingarfélaga, munu í kvöld vekja athygli gesta veitingahússins Ítalíu á þessu framferði eiganda og rekstraraðila staðarins. Það munu þau gera með því að taka upp mótmælastöðu fyrir framan veitingahúsið á Frakkastíg, dreifa þar dreifimiðum með upplýsingum um framferði rekstraraðilans og ræða við gesti.

Segir í tilkynningunni að með því að borða á veitingahúsinu Ítalíu sé ýtt undir kjarasamningsbrot, launaþjófnað og misnotkun vinnuafls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“