fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Kristján Berg svekktur: „Þetta eru sorglegar fréttir“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson, oft kenndur við verslunina Fiskikónginn, segir sorglegt að sjá hversu hratt fiskbúðum fer fækkandi hér á landi. Kristján skrifaði pistil um þetta á Facebook í gær en þá hafði hann fengið fréttir af því að fiskverslunin í Trönuhrauni í Hafnarfirði hefði ákveðið að hætta rekstri.

Um var að ræða elstu starfandi fiskbúðina á höfuðborgarsvæðinu og sagði eigandinn, Ágúst Tómasson, í viðtali við Vísi í dag að persónulegar ástæður liggi að baki þeirri ákvörðun að skella í lás. „Fiskverð hefur náttúrulega hækkað mikið og þá dregur úr neyslunni. En það hefur allt verið að hækka. Það hefur líka verið erfitt að fá yngra fólk til starfa,“ sagði hann við Vísi.

Í færslu sinni benti Kristján á að fiskbúðum í Reykjavík hefði fækkað úr 30 niður í aðeins 6. „Þetta eru sorglegar fréttir,“ sagði Kristján og benti á að fiskbúðin í Trönuhrauni hefði haft orðspor á sér að vera alltaf með góðan fisk og halda á lofti íslenskum hefðum og íslensku hráefni. Þar hefði verið boðið upp á skötu, siginn fisk, sólþurrkaðan saltfisk, svartfisk og svartfuglsegg svo dæmi séu tekin.

„Það sem ég hef áhyggjur af og hef ég haft þessar áhyggjur lengi, er að þessar fiskverslanir eru hratt að týna tölunni. Þeim fækkar og fækkar. Það sem gerist líka er að uppruni okkar, sá matur og matarmenning okkar sem við borðuðum í gamla daga er að hverfa. Nægir að nefna hrikalega mikla niðursveiflu í sölu á ferskum þorskhrognum,“ sagði Kristján sem sagði að sjálfur borði hann hrogn en á sama tíma þyki hann vera gamaldags karlmaður.

„Ég get litlu breytt um framtíð fisksölu hér á landi. Ég hef lagt mig allan fram við að reyna að selja og markaðssetja fisk. En það virðist hafa mistekist hrikalega,“ sagði hann í færslu sinni og tók fram að hann hefði miklar tilfinningar til ævistarfs síns, enda rétt orðinn 18 ára þegar hann byrjaði að selja fisk og þá voru fiskverslanirnar í Reykjavík 30 talsins.

Kristján hvetur að lokum landsmenn til að borða meiri fisk og heimsækja þær verslanir sem enn selja þetta úrvalshráefni að minnsta kosti einu sinni í viku.

„Án viðskiptavina þá loka fleiri verslanir innan skamms. Þannig virka bara þessi viðskipti. Sorgarkveðja og sendi ég landsmönnum mínar dýpstu samúðarkveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“