fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Íslenskur fíkniefnaheildsali greinir frá því hvers konar fólk verslar helst við hann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 22:00

Myndin sýnir amfetamín í vörslu lögreglu og tengist fréttinni ekki beint. Ljósmyndari: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Götustrákar er maður sem lengi hefur verið virkur í sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi. Hann segist vera heildsali með nokkuð fastan hóp viðskiptavina og stundi ekki smásölu fíkniefna á götum úti. Aðspurður um í hvaða atvinnugreinum hans viðskiptavinir séu helst að starfa í nefnir maðurinn helst til sögunnar iðnaðarmenn og lögfræðinga. Fíkniefnaheildsalinn segir að oft liggi vangeta til að takast á við tilfinningaleg vandamál að baki fíkniefnaneyslu.

Nafn mannsins er ekki gefið upp, andlit hans er hulið og rödd hans hefur verið breytt.

Hann segir það vel skiljanlegt að iðnaðarmenn sækist í að kaupa fíkniefni af honum:

„Það er náttúrulega miklu meira bara af því að vesalings iðnaðarmannastéttin er bara … það er þvílík pressa á þeim. Þetta er útrásin þeirra. Hvort sem þú ert með sjóara, iðnaðarmenn eða gamla skólann á einhvern hátt.“

Hann segir vandamál þessa hóps vera það helst að hafa ekki öðlast færni í að taka á erfiðum tilfinningum sem bærist innra með þessum mönnum og því leiti þessi hópur ásjár í fíkniefnum:

„Þar ertu með einstaklinga sem eru ekki að vinna sig gegnum tilfinningarnar sínar.“

Maðurinn segir nauðsynlegt og mikilvægt að opna sig og ræða um hlutina:

„Þetta er stétt sem gerir það ekki.“

Þessi hópur sé að ganga í gegnum erfiðleika sem ekki sé talað um, heldur sé flúið í fíkniefnin til að deyfa erfiðar tilfinningar. Það geti hins vegar verið fljótt að þróast út í mikinn fíknivanda. Viðkomandi byrji oft að fá sér fíkniefni einu sinni um helgar sem geti svo vel þróast út í að fá sér þrisvar í viku sem endi svo með enn meiri neyslu:

„Svo stigmagnast fíkillinn hjá þeim.“

Eru fíkniefnasalar sveigjanlegri en bankar?

Maðurinn segir hins vegar að lögfræðingar séu sú stétt sem neyti örvandi fíkniefna í mestu magni.

Fyrstu 15 mínútur þáttarins eru öllum aðgengilegar á Spotify en auk þess sem hér hefur verið greint frá upplýsir maðurinn um það að gagnstætt því sem margir haldi þá innheimti meirihluti íslenskra fíkniefnasala skuldir viðskiptavina sinna ekki af neinni sérstakri hörku. Hann sjálfur og fleiri fíkniefnasalar reyni að sýna viðskiptavinum í greiðsluerfiðleikum sveigjanleika og dæmi séu um að hann hafi afskrifað háar skuldir fólks sem náð hafi að losa sig út úr neyslu fíkniefna. Hans skilaboð til þess hóps séu að lifa lífinu og láta hann ekki sjá viðkomandi aftur.

Hljóðbrotið er hér fyrir neðan en þátturinn í heild sinni er aðeins aðgengilegur áskrifendum. Götustrákar hafa yfirgefið efnisveituna Brotkast sem þeir voru áður hluti af og selja nú áskrift að þættinum í gegnum Pardus.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“