fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Dreginn fyrir dóm vegna nauðgunar árið 2015

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. september 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. september síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir nauðgun.

Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 28. júní árið 2015 brotið gegn sofandi konu með því að nudda kynfæri hennar og stinga fingrum í leggöng hennar. Konan gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um miskabætur upp á 2,5 milljónir króna.

Athygli vekur hve langt er um liðið frá því meint brot var framið. Saksóknari í málinu er Matthea Oddsdóttir og var hún ekki tilbúin að veita neinar frekari upplýsingar um málið en koma fram í ákæru, er DV leitaði eftir því, t.d. hvort vitni yrðu leidd fram önnur en brotaþoli og hvaða sönnunargögnum væri til að dreifa í málinu. Segist hún ekki geta tjáð sig um mál ákæruvalds þegar þinghald er lokað en svo er í þessu máli, eins og reyndar flestum kynferðisbrotamálum.

Brot er varða nauðgun fyrnast á 15 árum samkvæmt þeirri fyrningarreglu í almennum hegningarlögum að sök fyrnist á 15 árum ef þyngsta refsing fyrir brot er meira en 10 ára fangelsi. Refsiramminn í nauðgunarmálum er 16 ár.

Þess skal getið að brot gegn börnum undir 18 ára aldri fyrnast ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“