fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Veiðigjald á uppsjávarfisk verður hækkað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 13:30

Mynd úr safni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælaráðuneytið hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi til kynningar í Samráðsgátt stjórnvalda. Varðar frumvarpið breytingar á lögum um veiðigjald en til stendur að hækka gjaldið á uppsjávartegundir.

Í kynningu á efni frumvarpsins segir að lagt sé til að veiðigjald á uppsjávartegundir verði hækkað úr 33 prósent í 45 prósent. Á móti verði hins vegar álag á uppsjávartegundir fellt brott ásamt heimild laganna til að draga veiðigjald sem rekstrarkostnað frá tekjuskattsstofni. Frumvarpið er sagt byggja að hluta til á umfjöllun um veiðigjald í skýrslu starfshópa Auðlindarinnar okkar – Sjálfbær sjávarútvegur og muni að hluta til uppfylla markmið fjármálaáætlunar 2025-2029 um hækkun veiðigjalds.

Enn fremur kemur fram að verði frumvarpið að lögum sé áætlað að hækkun veiðigjalds á uppsjávartegundir muni leiða til um eins milljarðs króna hækkunar á tekjum ríkisins í meðalári, en á móti muni niðurfelling 10 prósent álags á uppsjávarstofna lækka tekjur ríkissjóðs um 200 milljónir króna og heildaraukning á tekjum ríkissjóðs muni því nema um 800 milljónum króna.

Nokkur óvissa sé um þær heildartekjur sem breytingin muni skila þar sem veiðigjald byggi á aflaverðmæti nytjastofna og ráðgjöf um leyfilegan heildarafla hverrar tegundar fyrir sig, sem liggur ekki fyrir nema í ár í senn og því veruleg óvissa um það hver þróun veiðigjaldsins verði, þegar litið sé til lengra tímabils en yfirstandandi fiskveiðiárs. Ákveðin óvissa sé einnig um það hverju niðurfelling heimilda til að draga veiðigjald frá tekjuskattsstofni muni nákvæmlega skila í tekjum ríkissjóðs. Það ráðist m.a. af því að ekki sé unnt að ganga út frá því að allir sem greiði veiðigjald séu með jákvæðan tekjuskattsstofn, m.a. vegna tapreksturs eða nýtingu eldra taps. Líklegt megi þó telja að heildartekjuskattur á lögaðila sem greiði veiðigjald kunni að hækka um 10-20 prósent af því sem nemur greiddu veiðigjaldi ár hvert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu