fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Hilmar B. Jóns­son mat­reiðslu­meistari látinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2024 19:28

Hilmar Bragi Jónsson Mynd: Veitingageirinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari lést í morgun, 81 árs að aldri. Hilmar var búsettur síðastliðin ár í Torrevieja á Spáni.  

Sonur Hilmars, Jón Kári, greindi frá andláti föðurs sína á Facebook og birti Veitingageirinn.is tilkynningu um andlát Hilmars. Þar segir að þær fréttir hafi borist að „einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. Hilmar hafði legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig.“

Hilmar var einn þekktasti matreiðslumaður landsins og á vef Veitingageirans er ævintýralegur ferill hans rakinn úr áður birtri grein þegar Hilmar varð áttræður. Hilmar var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteinana. Hilmar stofnaði einnig Matreiðsluskólann og var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi.

Hilmar var fæddur á Ísafirði 25. október 1942. Eiginkona hans, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum, en hún veiktist og lést fyrir nokkrum árum. Áttu þau tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“