fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Handvömm varð til þess að mál Alberts fór ekki á dagskrá Héraðsdóms

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar færi fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun og föstudag. Vísir greindi fyrst frá málinu en athygli vakti að mál knattspyrnumannsins var hvergi að finna í dagskrá dómstólsins sem aðgengileg er á vef dómstólsins. Yfirleitt má finna öll mál á dagskrá dómstólsins en séu þau viðkvæm af einhverjum ástæðum, til að mynda ef um kynferðisbrot er að ræða, þá eru nöfn hlutaðeigandi yfirleitt afmáð.

DV sendi fyrirspurn til Héraðsdóms og spurði út í ástæðu þess að málið var ekki að finna á áðurnefndri dagskrá og hvaða reglur giltu um slíkt. Í skriflegu svari við fyrirspurninni segir Björn L. Bergsson, starfandi dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, að um handvömm hafi verið að ræða.

„Fyrir mistök sem áttu sér stað þegar verið var að bóka fyrirtökutíma málsins í málaskrárkerfi dómstólsins í ágúst láðist að standa þannig að verki að bókunin myndi birtast á vefsvæði dómstólsins. Þetta uppgötvaðist í gærmorgun og var án tafar bætt úr,“ skrifar Björn.

Málið er því komið á dagskrá dómstólsins á netinu en aðalmeðferðin hefst í fyrramálið. Albert er kominn til landsins frá Ítalíu og verður viðstaddur aðalmeðferðina.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“