fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 09:00

Elliði segir að bregðast þurfi við stöðunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að það sé of dýrt að lifa á Íslandi og kominn sé tími á aðgerðir. Elliði skrifaði pistil um þetta á heimasíðu sína í gær sem vakið hefur nokkra athygli.

„Það er of dýrt að lifa á Íslandi. Þar kveður mest að grunnkostnaði við húsnæði og mat. Sú staða er ekki lögmál. Hún er afleiðing af ákvörðunum. Það er skylda stjórnvalda að bregðast við á kostnaðarhliðinni, ekki bara á tekjuhliðinni. Sem sagt með því að koma í veg fyrir stöðuga hækkun á grunnlifikostnaði og stöðva höfrungahlaup launahækkana,“ segir hann í pistlinum.

Finnur verulega fyrir hækkunum

Hann vísar í tölur Eurostat frá árinu 2022 þar sem fram kom að Ísland væri dýrasta land í Evrópu fyrir utan Sviss. Þessi kostnaður sé að ganga af heimilum – og þá sérstaklega tekjulágum heimilum – dauðum.

Í pistlinum tekur Elliði fram að hann sé heppnari en margir Íslendingar.

„Mitt heimili býr að því að við hjónin erum núna með traustar tekjur og uppkomin börn. Þótt við finnum verulega fyrir hækkandi verði á nauðsynjavörum -sérstaklega matar og húsnæðiskostnaði- þá slær það okkur ekki eins og það gerði þegar börnin voru yngri og við störfuðum bæði sem kennarar. Í dag slær staðan okkur heldur ekki eins og þá sem eru tekjulægri í þessu ástandi.“

Óviðunandi staða

Elliði bendir á að fyrir fáeinum árum hafi þau varið nær öllum sínum tekjum í húsnæði og mat, auk afborgana af námslánum.

„Allt annað var munaður sem við þurftum að vega og meta í hvert skipti. Þannig – og jafnvel enn verri – er staða margra núna. Staðreyndin er nefnilega sú að heimilin verja mjög ólíku hlutfalli af launum sínum í mat og húsnæði. Lækkun á matar- og húsnæðiskostnaði skilar þannig mestu til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Vissulega skilar þetta til allra, en mestu til þeirra sem minnst hafa,“ segir hann.

Elliði vísar einnig í tölur frá Alþjóðabankanum þar sem fram kemur að lægsta tekjutíundin notar rúmlega 50% af launum sínum í mat en tekjuháir nota eingöngu um 16% af sínum launum.

„Þessari stöðu þurfa stjórnvöld að mæta. Þar þarf m.a. að horfa til samkeppnisstöðu á smásölumarkaði, aukins innflutnings á því sem framleitt er í verksmiðjubúum,  lækkun tolla og margt fl. Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“