fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Eitruð könguló fannst á heimili í Grafarvogi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda í Grafarvoginum varð fyrir því að afbrigði af köngulóartegundinni svarta ekkjan barst inn á heimilið með vínberjum. Köngulóin er eitruð.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Köngulóin er núna í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur ekki valdið neinum skaða. Færslan er eftirfarandi:

DÝR – Dýraþjónusta Reykjavíkur sem vinnur ýmis verkefni í góðu samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn fær til sín alls kyns skjólstæðinga á hverju ári og koma þeir frá ýmsum afkimum heimsins.

Nýlega sótti starfsmaður Dýraþjónustunnar þessa glæsilegu könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu.

Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous.

Það er ekki ofsögum sagt að þessi skepna inniheldur afar öflugt taugaeitur sem hún gefur frá sér við bit. Það er þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið er lítið, en afar sársaukafullt.

Sem betur fer er þessi tegund hins vegar hlédræg með eindæmum og lítið fyrir að bíta fólk. Á myndinni er ekkjan ásamt nokkrum eggjum hennar sem hún varðveitir af ákefð. Náttúrufræðistofnun hefur nú fengið ekkjuna til frekari greiningar og varðveislu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“