fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Danir sviptu Nuuk flugvöll alþjóðaleyfinu – Forsætisráðherrann segir ástandið óviðunandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. september 2024 14:30

Grænlendingar eru argir vegna málsins. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænlendingar eru argir vegna þess að Danir sviptu flugvöllinn í Nuuk alþjóðaflugvallaleyfinu. Segja Danir að öryggi sé ekki nægt á vellinum.

Danir sviptu Nuuk flugvöll alþjóðlegu leyfi um miðjan ágúst mánuð samkvæmt miðlinum Nunatsiaq News. Samkvæmt Farþegaflugs og lestarstofnun Danmerkur er öryggi ekki nægt á öryggissvæði flugvallarins.

„Þar sem öryggi á flugvöllum er mikið trúnaðarmál getum við ekki farið út í smáatriði um hvaða öryggismál eru ekki í lagi,“ sagði Christian Vesterager, forstjóri stofnunarinnar í fréttatilkynningu. „Fyrir farþega í Nuuk þýðir þetta að um tíma verður aðeins hægt að fljúga til og frá öðrum stöðum í Grænlandi.“

Ný flugstöð er í byggingu og stefnt er að því að klára hana í haust. Meðal annars nýtt tollasvæði. Í dag er aðalflugvöllur Grænlands í Kangerlussuaq en einnig hefur verið millilandaflug til og frá Nuuk flugvelli, meðal annars frá Íslandi.

Mánuður

Þessi svipting hefur valdið farþegum og flugfélaginu Air Greenland miklum vandræðum. Búist var við því að þessu yrði kippt fljótt í liðinn en það er ekki raunin.

Í frétt danska miðilsins CPH Post frá því í gær segir að Nuuk flugvöllur sé enn sviptur leyfinu, næstum mánuði síðar. Danir hafa í tvígang neitað að veita leyfið að nýju. Stjórnmálamenn eru nú byrjaðir að skipta sér af málinu.

Á mánudag funduðu Múte B. Egede, forsætisráðherra, og Hans Peter Poulsen, innviðaráðherra, með stjórnarformanni flugvallarins og yfirmanni flugvalla Grænlands.

„Ástandið er óviðunandi og við væntum þess að áhersla verði lögð á að leysa málið,“ sagði Egede.

Kínverjar hafa boðist til þess að byggja flugvelli á Grænlandi og fara ekki leynt með að þeir seilast til áhrifa í landinu. Vegna þessarar hættu ákváðu Danir að fjármagna helming af flugvallaframkvæmdum í landinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi