fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Inga segist ítrekað hafa varað við í hvað stefndi en Bjarni og Katrín ekki hlustað 

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, segir að árið 2020 hafi allir nema sitjandi ríkisstjórn séð að hækkandi verðbólga var handan við hornið.

Covid-far­ald­ur, stríðið í Úkraínu og vax­andi þensla á hús­næðismarkaði var aug­ljós jarðveg­ur auk­inn­ar verðbólgu, nema hjá ráðamönn­um þjóðar­inn­ar,“ segir Inga í grein í Morgunblaðinu í dag og rifjar upp samtöl sem hún átti við Bjarna Benediktsson sem þá var fjármálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra.

„Ég spurði þáver­andi fjár­málaráðherra Bjarna Bene­dikts­son að því hvort rík­is­stjórn­in væri með áætl­un til að verja fjöl­skyld­ur og fyr­ir­tæki gegn kom­andi verðbólgu. Svarið var í takt við annað rugl sem komið hef­ur frá þess­ari óhæfu rík­is­stjórn. „Okk­ur stend­ur ekki mik­il ógn af verðbólg­unni.“ Þá var hún s.s. 2,13%.“

Og árið 2021 spurði hún Katrínu Jakobsdóttur hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera nú þegar aðeins nokkrar vikur voru eftir af löggjafarþinginu til að vernda heimilin í landinu fyrir verðbólgunni.

„Svar henn­ar var þetta: „Spár gera frek­ar ráð fyr­ir því að verðbólg­an hjaðni þegar líða tek­ur á árið.“ Hún sá sem sagt enga ástæðu til þess að grípa til fyr­ir­byggj­andi varn­araðgerða gegn vax­andi verðbólgu sem þá hafði ríf­lega tvö­fald­ast á milli ára og mæld­ist 4,44%.“

Hunsuðu blússandi verðbólgu og hækkandi vexti

Inga segir að aðeins tólf mánuðum síðar hafi verðbólgan enn tvöfaldast og í júní 2022 hafi hún mælst 8,83%.

„Þrátt fyr­ir það sneru stjórn­völd blinda aug­anu að vand­an­um. Hunsuðu blúss­andi verðbólgu, hækk­andi vexti og verðtrygg­ingu. Ekk­ert var gert til að setja belti og axla­bönd á skuld­sett­ar fjöl­skyld­ur og fyr­ir­tæki held­ur þvert á móti voru ráðherr­ar á móti öll­um slík­um varn­araðgerðum,“ segir hún.

Inga segir að öll önnur Evrópulönd sem ekki börðust í stríði hafi náð stjórn á verðbólgudraugnum og þeim hafi tekist að kveða hann niður á tiltölulega skömmum tíma. Hún segir að íslensk stjórnvöld hafi hellt olíu á verðbólgubálið með enn frekari álögum og krónutöluhækkunum.

Stuðluðu að þenslu

„Þegar skyn­ug­ir stjórn­mála­menn annarra landa náðu að kveða verðbólg­una niður mæld­ist hún hátt í 10% á Íslandi. Á meðan stjórn­völd á Íslandi stuðluðu að stöðugri þenslu í efna­hags­kerf­inu drógu aðrar þjóðir úr öll­um álög­um, lækkuðu skatta, sýndu aga í út­gjöld­um, settu á leigu­brems­ur og lækkuðu álög­ur svo eitt­hvað sé nefnt,“ segir hún og ítrekar að Flokkur fólksins hafi kallað ítrekað eftir fyrirbyggjandi aðgerðum til verndar samfélaginu.

„Rík­is­stjórn­in taldi enga ástæðu til að hafa áhyggj­ur. Síðan hef­ur verðbólga riðið hér röft­um og stýrivextir og ok­ur­vext­ir eru að ganga af sam­fé­lag­inu dauðu. Þeir sem allt eiga græða á tá og fingri á meðan þeir sem eru að reyna að koma þaki yfir höfuðið eru arðrænd­ir enn á ný. Þessi óhæfa verk­lausa rík­is­stjórn hef­ur í engu komið með úr­bæt­ur í því neyðarástandi sem hef­ur skap­ast í þjóðfé­lag­inu. Þvert á móti staðið hjá aðgerðalaus og gefið Seðlabank­an­um skot­leyfi á skuld­sett heim­ili og fyr­ir­tæki með ok­ur­vaxta­stefnu sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tvíburastúlkur létust eftir að fjölskyldumeðlimur gleymdi þeim í marga klukkutíma – „Bestu stúlkur sem þessi heimur hefur séð“

Tvíburastúlkur létust eftir að fjölskyldumeðlimur gleymdi þeim í marga klukkutíma – „Bestu stúlkur sem þessi heimur hefur séð“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál á Vesturlandi – Nauðgaði 13 ára stúlku – Tældi í gegnum Snapchat og greiddi fyrir með Breezer-flöskum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál á Vesturlandi – Nauðgaði 13 ára stúlku – Tældi í gegnum Snapchat og greiddi fyrir með Breezer-flöskum
Fréttir
Í gær

Þetta eru loftsteinarnir sem vísindamenn hafa mestar áhyggjur af

Þetta eru loftsteinarnir sem vísindamenn hafa mestar áhyggjur af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun – Vara hundaeigendur við Geirsnefi

Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun – Vara hundaeigendur við Geirsnefi