fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Björn Jónasson er látinn: „Bjössi var einn af bestu sonum þjóðarinnar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2024 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jónasson útgefandi er látinn, sjötugur að aldri, en hann lést þann 6. september síðastliðinn. Greint er frá andláti hans á vef Samstöðvarinnar.

Björn hóf útgáfuferil sinn sem ritstjóri Stúdentablaðs Háskóla Íslands og kom að starfsemi Gallerís Svart á hvítu í Suðurgötu í Reykjavík. Var starfsemin lyftistöng fyrir þá miklu gerjun sem þá var í íslenskri myndlist, einkum fyrir unga myndlistarmenn og á meðal úr nýlistadeildinni.

Björn stofnaði útgáfuna Svart á hvítu sem gaf meðal annars út Íslendingasögurnar með nútímastafsetningu, Sturlungasögu og heildarverk Jónasar Hallgrímssonar. Þá var Svart á hvítu útgefandi fjölda þýddra sem og íslenskra skáldverka.

Þess er getið í umfjöllun Samstöðvarinnar að Björn hafi verið fyrsti formaður stjórnar Alþýðufélagsins sem á og rekur Samstöðina og lykilmaður í uppbyggingu fjölmiðilsins.

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Samstöðvarinnar, fer hlýjum orðum um Björn á Facebook-síðu sinni. „Bjössi var einn af bestu sonum þjóðarinnar,“ segir hann meðal annars en færslu Gunnars Smára má lesa í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Í gær

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng